Hvernig væri nú að skoða eldhúsið almennilega í heild sinni,
svona eftir breytingar?
Ég var búin að gera bloggpóst um eldhúsbreytinarnar hjá mér.......
eða réttara sagt hvaða inspiration væri á bakvið breytingarnar á eldhúsinu mínu,
með svona eldhús moodboardi.
með svona eldhús moodboardi.
En nú er það eldhúsið eftir breytingar.
Byrjum á myndum af eldhúsinu eins og það var áður:
Eldhúsið er frá því "91 og þá var mjög vinsælt að nota eikarlista með innréttingum.. og skápum og hurðum.... just name it, mikið trent á þeim tíma,
Innréttingin var græn, sem mér finst bara eiga nokkuð vel við húsið og skemmtilega gamaldags, svo er ég alltaf pínu hrifin af græna litnum, en vildi hafa eldhúsið einlitt, Borðplatan var ekki í neinu uppáhaldi hjá mér og höldurnar ...... jaaa þær eru nú næstum komnar í tísku aftur.
svo voru tækin næstum að gefast upp, sumt virkaði aðeins minna en annað, en við vorum svosem ekkert að svelta þó.
En ég sem sagt fór í Flugger og keypti mér lakk á skápana, Ikea átti tækin, borðplötuna og höldurnar og svo var bara að mála og breyta og bæta.
og voyla....
Svona lítur það út í dag:
Skáparnir eru enn grænir, en núna einlitir og mun ljósari og dempaðri grængrár litur í staðinn fyrir grænbláann áður. höldurnar eru svartar, veggirnir hvítir og nýja borðsettið svart.
og það verður gaman að taka myndir í eldhúsinu í framtíðinni.
Kær kveðja
Stína sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Glæsilegt - til hamingju ;)
ReplyDeleteTakk fyrir það elsku Soffia,
DeleteVá hvað þetta er flott hjá þér, til hamingju með nýja eldhúsið :)
ReplyDeleteTakk innilega, þetta er bara eins og að eiga nýtt eldhús :) rosalegur munur
DeleteAlgjört æði
ReplyDeletekv. Hjördís
Takk Hjördís ;)
Delete