Top Social

Skenkur málaður í fallegum björtum lit með Milk Paint

November 10, 2015
Eins og komið hefur fram hér á blogginu þá býr sonur minn hér beint á móti mér og hann hefur verið duglegur að nostra við sitt heimili og gera fínt hjá sér. Í raun er hann mun duglegri að breyta og bæta hjá sér en móðir sín og húsgögnin þvælast reglulega milli herbergja og hæða hjá honum.



og nú er komið að því að bæta við litum á heimilið og þá kemur sér vel að mamman er með úrval af fallegum litum til að breyta og bæta og hægt að gera kraftaverk á heimilinu á auðveldan hátt.
og nú skyldi skenkurinn fá smá lit og fegurð
En í fyrra málaði hann skenkinn hvítann með grunni og pússaði svo vel yfir til að fá svona næstum hvítt útlit, sem kom mjög vel út,
en möguleikarnir eru bara svo margir til að straldra við bara eina hugmynd,


Það getur verið gott að fá góða hjálp við verkið og litla ömmuskottan er alltaf tilbúin til að hjápa til eða sinna sínu eigin verkefni.
Skenkurinn er ótrúlega fallegur með nettum skrautlistum og upprunalegu höldunum,
sem mér persónulega fins svo fallegar í einfaldleika sínum.

  Hann gefur svo sannarlega lífinu lit þessi dásemd.


þessi mynd hékk uppá vegg  og miðinn merktur 2 var litur sem heillaði,
svo við völdum litinn Eulalie’s Sky frá Miss mustard seed´s Milk Paint og settum svo vax yfir.
Hér er lýsingin á 

 Eulalie’s Sky…

Eulalie’s Sky er daufur græn-blár, nefndur eftir litnum á himninum á málverki af kú, eftir listakonuna Cindy Austin. Marían nefndi kúnna Eulalie og hún hefur hangið á heimili hennar í mörg ár og er orðin að nokkurskonar auðkenni fyrir Marians stíl.

 Gamli skenkurinn nýtur sín vel svona í lit 
og gaman að vera pínu retro og raða á hann  í svörtu og litum,...

 Eða hafa það bara hvítt og elegant.
Með hverju sem er þá er hann bara algjörlega gordjöss þessi elska í dag.

Eigið góðann dag í dag
og munið að það þarf ekki mikið til að gera stórar breitingar
kær kveðja 
Stína Sæm


Þið getið fylgst með svo margt fallegt 


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature