Hér á bæ hefur garðurinn átt alla mína athygli..... en bloggið ekki svo mikið.
vonandi að þið afsakið það þegar ég verð komin með falleg og gróið útisvæði til að blogga um.
En í júní fór ég í Gróðrastöðina Glitbrá og nældi ég mér í nokkrar plöntur í limgerði og blandað runnabeð...
og síðan þá hef ég mokað.... og mokað.
Nýju plönturnar eru nú allar komnar á sinn stað en svo verða nokkrar eldri færðar til í haust
Þessi gullsópur á vonandi eftir að verða að fallegri gullinni breiðu í blandaða beðinu mínu með hansarósum, loðkvisti og fleyri dásemdum.
Í limgerðið valdi ég svo Birkikvist sem skartar fallegum hvítum blómum á sumrin og undurfallegu haustlitum.
En hann er alveg einstaklega fallegur, ókliptur í limgerði, þá blómstrar hann svo vel og er frjálslegur en þéttur.... hlakka til að njóta hans.
Svo munið þið kanski að mig dreymir um blómstrandi villtan garð með hlikkjóttum stíg innanum fjölbreytt blómahaf,
(garða draumórar)
well! Hér er kominn óreglulegur stígur (hljómar betur en bara illa lagður stígur) og blómabeð með litlum afleggjurum og blómakrílum af blöndunðum fræjum (veit ekkert hvað er hvað og hvað úr því verður)
Ég stal afleggjara þessum gullhnappi hjá tengdó og þessi elska flutti bara blómstrandi með okkur heim og lét það ekkert slá sig útaf laginu og boðar blómstrandi tíma næstu sumur.
sumir bíða svo bara í pottum eftir að komast í steinabeiðið sem er á döfinni.
já þessi litlu blómstandi kríli gefa mér svo sannarlega von um blómstrandi garð næstu sumur....
sem vonandi verður fallegt myndefni fyrir okkur.
En það er smá kúnst að taka myndir af blómunum eins og ástandið er núna, blómakrílin mín minna nefnilega sum á arfa um allt beð.
En á meðan að garðurinn er í framkvæmdarástandi,
nota ég þessar hellur, sem ég tók upp til að gera blómabeðin, sem upphækun fyrir blómapotta
og það er nú engin kúnst að mynda það :)
Sumarblómin gleðja og fegra á pallinum, meðan allt er í rúst um alla lóð.
og villt blóm vaxa í gömlum potti úti á bletti,
pínu í takt við ástandið.
Nú er komin smá skýring á bloggletinni í sumar,
ég geri nú ráð fyrir því að þið séuð hvort eð er of upptekin í sumarfríi og að njóta sumarsins til að taka eftir bloggleysinu,
En hafið það sem allra best elskurnar.
Kær kveðja
Stína Sæm
Svo margt fallegt á
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.