Við renndum í Hveragerði í gær á hina árlegu blómasýningu Blóm í bæ,
Þar sem að sjálfsögðu voru blóm allstaðar,
og ég missti mig aðeins með myndavelina í öllu þessu blómahafi.
Þema sýningarinnar í ár var Flower power,
Blómaskreytar komu viða að og töfruðu fram litríkar og fallegar skreytingar
sem hæfa blómabörnum hippatímabilsins
Ást og friður sveif í loftinu.
og þarna var þetta fallega gamla hjólhýsi sem einn sölubás....
ómæ hvað mig langar eitt svona.
(Skoðið frábært starf hjá asgardur.is)
(Skoðið frábært starf hjá asgardur.is)
og hvað er sumarhátið án þess að þar séu fornbílar á ferð,
þessi hæfa þemanum alveg sérstaklega vel.
Eigum við að tjalda elskan?
Blómabíll frá Garðyrkjustöð Ingibjargar
svo blómlegur og fínn.
já þau endurvinna sorpið svona dæmalaust fallega í Hveragerði!
Ég hitti þessar blómarósir í garðinum,
en Bryndis Eir var þar fyrir hönd blómaskreyta Blóm í bæ, að gera fallega blómakransa og skreytingar.
Á borðum... og stólum, voru svo skemmtilegar skreytingar frá skreytihópnum.
Þessi er algjör dásemd,
aðalega unnin úr villtum efnivið eins og stráum, fiflum og sóleyum
Alls staðar litir og fegurð,
Það er dásamelgt að rekast á svona listaverk með skógin í baksýn.
og í Hveragerði vaxa ótrúlegustu hlutir í trjánum,
Sumir fundu sér notaðar bækur meðan stjúpan myndaði rústirnar af gömlu Eden
og var því sáttur með ferðina.
Adam og Eva eru enn í Eden.
þessi hjón ætla að keyra á 50 ára gömlum, flottum traktor, hringinn í kringum landið og renndu líka við í Hveragrði í gær,
Nú er bara að drífa sig í Hveragerði í dag,
en enn er allt í fullum gangi.
en enn er allt í fullum gangi.
vá, en æðislegar myndir! Þeta hefur greinilega verið frábær sýning hjá þeim í Hveragerði, augnakonfekt!
ReplyDeleteÞetta var algjört æði, algjört augnkonfekt <3
DeleteDásamlegt! Missti af hátíðinni í ár en þessi póstur minnti mig á að ég átti eins árs trúlofunarafmæli á laugardaginn en við skelltum okkur á hátíðina í fyrra eftir já-ið! Kannski maður gifti sig bara við fossinn fallega að ári.. hver veit. Takk fyrir Blóm í bæ í æð, finnst ég næstum hafa verið þarna!
ReplyDelete