Top Social

Sumarsæla á Spáni

June 16, 2015
 Í síðustu viku ákvað ég í skyndi að grípa gott tilboð í flugi, pakka niður í tösku, kissa karlinn bless og elta systur mína og fjölskyldu til spánar ......


og reyna að finna sumarið, enda bráðvantaði mig myndiefni í sumarbloggpóst.
ég byrjaði að venju á þvi að mynda bara eiginlega ekkert, svona myndir út í loftið, meðan aðrir taka selfie í sólinni tek ég myndir af grindverki og blómum.

Svo hér kemur loks mitt fyrsta framlag í sumarbloggpartýið 
(Þið vissuð alveg örugglega af sumar-blogg partýinu er að ekki?)


 Við dóluðum okkur að sjálfsögðu við ströndina,

þar sem við nutum okkar innanum pálmatré og fegurð,

við systurnar fengum okkur eina freyðivín-sangríu,

 og ég tók dæmigerða tásumynd af sandi og berum fótum í hekluðu sandölunum frá því í fyrra.


En svo sátum við líka oft heima, 
enda aðstaðan dásamleg eins og sést hér frá svölunum. 

 Krakkarnrir kunnu svo sannarlega að skemmta sér við sundlaugina,

 en stundum verður maður nú pínu svangur,


svo þau ákváðu  að fara inn og ná sér í smá nesti.......
og gerðu hlaðborð,  Þau kunna þetta alveg.

Litla skottan fékk lánaða slæðuna hjá Stínu frænku þegar hún fékk nóg af sólinni
pssss þetta eru vatnsbrúsar í skúgga ekki rusl þarna við tréð.

 En svo þarf að sjálfsögðu alltaf að versla smá.
(Glöggt auga getur kanski séð H&M skiltið og Zara home þarna á myndinni)

fallega systir mín tilbúin í búðirnar


og við fundum blómstrandi hjól í mollinu...


bara fallegt.

Við Viktoría elskum blóm.

og auðvitað vildi prinsessan blóm í hárið, 
enda búin að velja sér alvöru prinsessukjól.


Stundum grillaði húsbóndinn fyrir okkur

 En oftast var nú farið út að borða.


Kiddi passaði upp á systur sína þegar við röltum upp á horn að fá okkur góðann enskann brunch
(eru þau ekki æði þessi tvö?)


og frænkan myndaði húsin á leiðinni....


 og blómin að sjálfsögðu og svo heillaði þessi flotta krítartafla líka.

En það var nú ekki annað hægt en að njóta þess að vera þarna í þessari sælu,
tel mig  svo sannarlega hafa fundið sólina og ilinn.

En allt tekur nú enda,

og ég þurfti að pakka niður aftur, kyssa litlu systir og fjölskylduna bless og halda heim á leið,


Þegar ég kom heim var hér sól og bongó blíða og ég mætti beint til vinnu í blómabúðinni, þar sem ég byrjaði á því að tína út öll sumarblómin og stilla upp geggjaða blómlega hjólinu, 
Hvenær mér tekst svo að taka útimyndir hér heima veit ég ekki.
En það var notalegt að koma heim í miðja sumarblíðuna um helgina og vita að það koma svona dásemdardagar hér.

Þessi bloggpóstur er mitt innlegg í sumar bloggpartýið 2015 
fylgist  með því og sjáið innleggin frá hinum bloggurunum.

Með kærri sumarkveðju 
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
5 comments on "Sumarsæla á Spáni"
  1. Já takk, myndi alveg þiggja smá svona stemmingu!

    Fallegar myndir :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. já þetta var dásemd. En sem betur fer kom ég heim í sumarið á sunnudaginn og gat notið þess hér :)

      Delete
  2. Nei nú fer ég og kaupi mér flugmiða! Ég bara verð að komast í sól og sé Barcelona alveg í hyllingum! Þetta hefur verið alveg eðal hjá ykkur. Takk fyrir sumar a la Evrópa í æð!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Við tókum einmmitt einn dag í Barcelona í fyrra og væri svo til í að vera þar í smá tíma. Algjör draumaborg. Sumar í Evrópu er bara æði.

      Delete
  3. Looks like a dreamy time. What a beautiful family you have to enjoy Summer with.

    Thank you for your kind words on my blog. xxo Kerrie

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature