Top Social

grænt og nátturulegt á matarborðinu á síðasta vetrardegi

April 22, 2015
Þar sem að á morgun er sumardagurinn fyrsti s.s. frídagur og dagurinn í dag er þá nokkurnvegin eins og föstudagur fanst mér alveg mátulegt að deila með ykkur vorlegu borði.

En um daginn þegar ég lagði á borð í litlu borðstofunni minni, ákvað ég að skreyta borðið í takt við vorið sem við erum öll að bíða eftir (og kemur á morgun ekki satt?) notaði  grein sem ég klipti úr garði sonarins, hef í vatni og er nú á fullu að springa út og svo er þarna lítill hýasintulaukur og pottaplöntur.


Diskarnir mínir út Ikea eru svo alveg mátulega fíngerðir, en ég blanda þeim mikið saman í gráu og hvítu, finst þeir svo dásamlega gamaldags... pínu svona eins og af frönsku sveitasetri. hmm þó ég hafi aldrei búið á þannig og hafi ekkert vit á því.


Þemað er eins og þið sjáið grænt, nátturulegt og frekar gróft..


Ég elska andstæðurnar í þessu borði, þar sem fínt og gróft semur svona vel saman.


Blómapottarnir og glervasinn eru úr nýju línunni frá Söstrene Grene, sem er svona industrial lína sem ég er alveg bálskotin í.


En litað gler og grófur leir er alveg að heilla mig núorðið og er nokkurnvegin að yfirtaka skreytiþema heimilisins.


En ég vona að þið eigið góðann síðasta dag vetrar 
og svo kemur sumarið ;)
amk á almanakinu og hér á blogginu.

Ég hvet ykkur svo til að fylgjast með bloggunum sem taka þátt í A4 áskoruninni,





Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
4 comments on "grænt og nátturulegt á matarborðinu á síðasta vetrardegi"
  1. Ég fiííletta! Geggjað fallegt! Gleðilegt sumar!!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það <3 stundum er einfalt bara best
      Gleðilegt sumar :)

      Delete
  2. Such loveliness. Are your grey plates from Ikea? They are perfect for your table setting. xxo

    ReplyDelete
    Replies
    1. Thank you dear. Yes the plates are from Ikea, I just love them <3

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature