Top Social

A4 áskorun 2015 seinni hluti

April 27, 2015


Nú er komið að seinna verkefni mínu í A4 áskorun 2015
og um leið síðasti bloggpósturinn í þessari áskorun.

Ef þið hafið ekki verið að fylgjast með,
kíkið þá yfir á A4 hannyrðir og föndur á fb og sjáið þar framlag allra hinna bloggarana, 
en það eru 10 aðrir frábærir bloggarar sem hafa tekið þátt og verkefnin fjölbreytt og skemmtileg.

Eins og ég kom inná í gær, þá fékk ég mér ekki bara garn og efni í hekluðu krúttin heldur fann ég líka snæri og tréperlur til að hnýta blómahengi..... svo gamaldags blómahengi eins og voru svo vinsæl þegar ég var krakki.
Ég fékk þessa dellu fyrir nokkrum vikum síðan, lærði handtökin með hjálp pinterest og svo var bara að finna rétta snærið í þetta.... gerði tvær tilraunir en útkoman var ekki alveg eins og frúin var að sækjast eftir.
Í A4 fann ég alveg tilvalið snæri frá Panduro, alveg mátulegt í verkefnið og tréperlur.

og svo var bara að hnýta.
Eins og margt annað er þetta bara mjög auðvelt.... um leið og maður kann það.



og útkoman var þetta fína blómahengi sem hangir þarna í horni í stofunni,
en mig langaði til að prufa að gera svona tvöfalt hengi.


 Ég er amk búin að finna fullkomið snæri í þessi plöntuhengi og hnútana er svo hægt að setja saman hvernig sem er til að fá ólík hengi.


En mér finst áferðin bara algjört æði og eithvað svo dásmlega heillandi við þetta allt saman.


Treperlurnar og snærið notaði ég líka til að hengja upp þessa sætu skál sem ég fann í nytjamarkaði um daginn og í þetta sinn notaði ég engar hnýtingar, bara einfalt snæri og perlurnar til að hylja endana.


 Afganginn af snærinu notaði ég svo í frekar einfalt og lítið hengi sem nú hangir við hliðina á eldhúsglugganum.
Bara svona af því að ég var komin í gír.
En þetta er alveg hrikalega gaman finst mér
og líklega á ég nú eftir að hnýta eithvað meir...
nema ég fái bara einhverja aðra dellu fljótlega.


Kanínan, sem var mitt fyrra framlag í áskorunni, fer voða vel í fanginu á ömmugullinu mínu,
 sem er nú mesta krúttið af þeim öllum.


En misstir þú nokkuð af bloggpóstinum í gær með hekluðu krúttunum?

Mig langar að þakka A4 fyrir frábæra áskorun og stelpunum í blogghópnum fyrir skemmtilega og fjölbreytta bloggpósta. 


Hér koma beinir linkar á  bloggpóstana í þeirri röð sem þeir komu fram.
og svo kom meira:


Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
1 comment on "A4 áskorun 2015 seinni hluti"
  1. Svo fallegt hjá þér Stína mín og litlu bangsarnir alveg dásamlegir :)
    kv. Íris

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature