Gamla kommóðan í stofunni minnir pínu á uppvaxtarárin á áttunda áratugnum,
með öllum tekk húsgögnunum, brasskertastjökum og fjölskyldumyndum í fallegu römmunum með kúpta glerinu.
Það er voða gaman að raða á gömlu kommóðuna og skapa allskyns stemmningu en þar sem dagurinn er nú farin að lengjast aðeins í báða enda, er komin smá þörf til að breyta til og létta aðeins á henni,
Svo mér fanst alveg vera kominn síðasti séns til að smella af og deila þessari tekk/brass stemningu í stofunni.
pínu huggó og gamaldags.
Hafið það sem allra best,
kær kveðja
Stína Sæm
Falleg stemming :) Og þessi kommóða er æði :)
ReplyDelete