þó ég sé langt komin með að taka niður jólin hjá mér,
þá er hellingur enn uppi.
og þá sérstaklega ljósin,
og þar sem áramótaheitið var að læra á stórustelpu-myndavelina sem við höfum átt í mörg ár,
og gera bloggið betra og fallegra,
með betri og fallegri myndum á nýju ári,
Þá kemur sér vel að hafa eithvað af skrautinu enn til að æfa mig á,
og þá sérstaklega ljósin á trénu.
því þá fæ ég svona fallegann glitrandi bakgrunn á svona nærmyndum...
annars þarf ég að bíða í heilt ár með læra að ná þessu glitrandi djásni á myndunum
já og svo bara tími ég ekki að taka tréð niður, það er svo langt síðan ég hef verið með alvöru lifandi jólatré og það er enn svo frísklegt og fallegt
svo myndavela æfingin er góð afsökun til að hafa það fram að helgi.
sjáið bara hvað þetta er fallegt svona í skammdeginu,
ég bara elska notalegu byrtuna sem kemur af seríum og kertum.
En annars verða nú ekki fleyri jólamyndir hér fyrr en í enda ársins, restin af skrautinu fer niður í geymslu í dag, nema þá bara eithvað af vetrarskrautinu mínu svo sem eins og könglar og trédót.
það fær að vera áfram og ljósaseríurnar í gluggunum.
Hafið það sem allra best í dag
kær kveðja
Stína Sæm
þeir hafa sett góðan daginn, fallegar myndir !!! elska kveðjur frá Angie frá Þýskalandi
ReplyDeletetolle BILDER macht die neue KAMERA,,,,
ReplyDeletehabe noch einen schönen ABEND
liebe GRÜßE aus TIROL
bis bald die BIRGIT
It is so beautiful and your photography is wonderful. Keep your tree and lights up just as long as you want. xxo
ReplyDelete