Með sól og sumri kemur tími til að huga að kofanum eftir veturinn,
veðrið var svo ósköp mild og fallegt þegar ég kom heim úr vinnu í gær að ég réðst í að þrífa kofann og tók all leirtau inn til að vaska það upp og gera allt klárt fyrir sumargesti, jafnt litla sem stóra.
Svo varð mér bara pínu kalt svo ég dreif mig inn og staðan er svona núna,
Næst er bara að sópa og skúra gólfið og þá er allt klárt til að raða inn aftur og viðra púða og teppi...
geri það í næsta blíðviðri.
Sem ég vona að sé fljótlega.
En svona var um að litast fyrir utan kofan í vikunni eða eldsnemma á síðasta vetrardag.
Langaði til að leifa þessari mynd af fylgja með þetta var bara svo fallegt þennann morgun.
Tek það framm að það var allt annað um að litast, þegar ég kom svo heim úr vinnu sama dag.
og með þessari mynd kveðjum við veturinn og fögnum sumrinu með áframhaldandi dúlleríi í kofanum á sólardögum.
Eigið góða helgi
munið að kjósa og njótið dagsins í dag
kær kveðja
Stína Sæm
Dásemd þessi litli kofi.
ReplyDelete