jæja þá er kofinn kominn í sitt fínasta fyrir sumarið,
svo ég notaði þennann sólríka dag til að smella af nokkrum myndum þar inni fyrir ykkur.
Þetta hefur allt saman birst hér inni áður, en mér finst tilvalið að skella inn bjartri myndasyrpu úr kofanum, þó ekkert hafi bæst við eða breyst, bara ný tekið til og þrifið eftir vanrækslu vetrarins.
Kærkomin byrtan flæddi inn um gluggana í dag, svo pastellitirnir í innrétingum og smámunum naut sýn fullkomnlega.
Strauborðið stendur upp við vegg í eldhúsinu, til þjónustu reiðubúið, ....
búið að raða nýþvegnu leirtauinu í hillurnar...
og allt orðið klárt fyrir litla gesti.
Blóm á borðum,
kertaluktir í sólbaði..
og kósýhornið tilbúið fyrir stóru stelpurnar.
Það er bara eftir að viðra teppin og púðana og taka til á lesloftinu.
En annars er allt tilbúið til að taka á móti stelpum og strákum á öllum aldri.
Vonandi höfðuð þið gaman að þessu litla innliti í litla húsið mitt á baklóðinni,
sem veljulega gengur bara undir nafninu Kofinn.
Kanski ég geri enn eina tilraun til að finna aðeins virðulegra nafn á kofann.
dúkkuhús Helgu stendur á lyklakippunni sem fylgdi kofanum, en hann var byggður fyrir litla stelpu sem heitir Helga, svo mér hefur dottið Helgubær í hug, eða StínuKot / Stínubær.
Einhverjar hugmyndir að nafni?
Eða á ég bara að halda áfram að kalla kofann, Kofa?
Kveðja og knús
Stína Sæm
Before photos & insperation hér
dwellings-theheartofyourhome.com-Amaze Me Monday
elizabethandco.blogspot.com - Be inspired
dwellings-theheartofyourhome.com-Amaze Me Monday
elizabethandco.blogspot.com - Be inspired
ohhh....hann er alltaf svo yndislegur kofinn. Það er ekki alveg kominn tími á vorhreingerningu í okkar koti en mjög bráðlega.
ReplyDeleteLíst vel á Stínukot. Ég átti nefnilega dúkkuhús þegar ég var lítil sem hét Stínukot ;-)
knús í þitt hús
Já Stínukot hljómar bara vel og er ofarlega á listanum. Langar til að nefna hann og gera svo sætt skillti fyrir ofan hurðina... eða á hurðina. Finst æði hvernig þú merkir Kinakotið ykkar með póstkassanum. Hlakka til að sjá nýjar myndir af fallega litla kotinu ykkar í sumar :)
Deleteknús á ykkur
Dásamlegt að fá að kíkja aðeins í Kofann sem mér finnst reyndar líka bara rosa flott nafn á þessu litla húsi... maður heyrir svo sjaldna talað um kofa í dag, fínt að einhver haldi þessu orði til haga :)
ReplyDeleteAllt saman algjörlega gordjöss þarna inni, hlýtur að vera þvílíkt notalegt að tylla sér þarna inn með kaffibollann :)
Kær kveðja héðan að norðan, úr sól og snjókomu!
Kikka
hæhæ Stína mín, yndislegt að kíkja hérna inn á síðuna þina og kiki ég reglulega :) skemmtileg nöfn á kofann þinn , stínukot og kofinn, en svo er ég með eitt : Auðar kot :) bestu kveðjur til þin, og knús í hús.. ..Auður Noregi
ReplyDeletesæl Auður og mikið er nú gaman að sjá þig hér,ég tyndi þér á fb. Auðar kot er auðvitað æðislegt nafn verð ég að segja ;).
DeleteHafðu það sem allra best mín kæra og knús á þig
kveðja; Stína
Yndislegur kofinn þinn og svo gaman að skoða myndirnar.
ReplyDeleteNöfnin eru öll góð en bara spurning um hvað verður ykkur tamt að nota..
þegar ég var lítil átti ég lítinn kofa (ekkert í líkingu við þinn) en hann gekk alltaf undir nafniu Bú...
kveðja Á.
Oh how sweet and charming!
ReplyDeleteThank you Sharon,
Deleteits now waiting for summer so it can do its charm and purpose
Stína Sæm