Top Social

Kofinn nýþrifin og fínn fyrir sumarið // my playhouse clean and fresh for the summer

April 30, 2013
 jæja þá er kofinn kominn í sitt fínasta fyrir sumarið,
svo ég notaði þennann sólríka dag til að smella af nokkrum myndum þar inni fyrir ykkur.

 Þetta hefur allt saman birst hér inni áður, en mér finst tilvalið að skella inn bjartri myndasyrpu úr kofanum, þó ekkert hafi bæst við eða breyst, bara ný tekið til og þrifið eftir vanrækslu vetrarins.

Kærkomin byrtan flæddi inn um gluggana í dag, svo pastellitirnir í innrétingum og smámunum naut sýn fullkomnlega.

 Strauborðið stendur upp við vegg í eldhúsinu, til þjónustu reiðubúið, ....

 búið að raða nýþvegnu leirtauinu í hillurnar...

og allt orðið klárt fyrir litla gesti.

Blóm á borðum,

kertaluktir í sólbaði..

og kósýhornið tilbúið fyrir stóru stelpurnar.

Það er bara eftir að viðra teppin og púðana og taka til á lesloftinu.
En annars er allt tilbúið til að taka á móti stelpum og strákum á öllum aldri.

Vonandi höfðuð þið gaman að þessu litla innliti í litla húsið mitt á baklóðinni,
sem veljulega gengur bara undir nafninu Kofinn.
Kanski ég geri enn eina tilraun til að finna aðeins virðulegra nafn á kofann.
dúkkuhús Helgu stendur á lyklakippunni sem fylgdi kofanum, en hann var byggður fyrir litla stelpu sem heitir Helga, svo mér hefur dottið Helgubær í hug, eða StínuKot / Stínubær.

Einhverjar hugmyndir að nafni?
Eða á ég bara að halda áfram að kalla kofann, Kofa?


Kveðja og knús
Stína Sæm

Innlit í sveitasælu í Sviþjóð.

April 29, 2013

Næsta innlit okkar í dag er einnig með blaðamönnum tímaritsins Lantliv. Í þetta sinn eru það Anna Hagstrom & Jonathan Tunved sem eiga íbúð í Hammarby Lake City í Stockholmi og sveitabæ í Dalama í Sviþjóð.
Þau bjóða okkur með í heimsókn í sveitasæluna sína undurfallegu.








By Susanne Gillerås 
Photo Magdalena Björnsdotter

Þetta var þriðja og síðasta innlitið í dag
og enn bíða amk þrjú innlit sem ég hef tínt til undanfarið
og þar sem mánudagar eru heimsóknardagar hér hjá okkur þá kikjum við bara á þau næsta mánudag.

En þangað til skoðum við ýmislegt annað fallegt,
við ætlum að kikja í kofann í vikunni og sjá hvernig húsfreyjunni (sem er ég) gengur að koma honum í sitt fallegasta ástand fyrir sumarið,
ég veit um flottann sljósmyndara sem mig langar til að kynna ykkur fyrir og svo eiga einhverjar sumarmyndir alveg örugglega eftir að rata á fjörur mínar áður en vikan er á enda.

Takk fyrir að þvælast með mér í heimsóknir á þessum frábæra mánudegi og megi vikan okkar vera sem ánægjulegust og falleg.
kær kveðja 
Stína Sæm





Innlit hjá antíksala í Sviþjóð


Antik salinn Hans og Ditte opna fallegt heimili sitt upp á gátt fyrir blaðamenn Lantliv og við ætlum að fá að fljóta með í þetta sinn.








By Per-Arne Johansson 
Photo Carolina Romare


þetta er annað innlitið í dag og það þriðja kemur seinna í dag,
svo fylgist með og  kíkið í enn eina heimsókn með mér í dag.

Sumar innlit á Italiu

Heimili Katrinu Aren í Lombardy, Italiu er alveg dásamlega bjart og fallegt, búið einstökum húsgögnum og munum sem flest eru handsmíðuð af henni sjáfri úr endurunnu efni.
Stíllinn er léttur, ljós og framandi 
og nátturulegur efniviðurinn í hverjum einstökum hlut, nýtur sín vel í sumarsælunni.












style-files.com

já þarna gæti ég látið fara vel um mig í sólinni í hvítum blúndukjól með blóm í hárinu og með kalt hvítvín í glasi og svei mér þá ef tíminn standi ekki kyrr í svona paradís.
Sumarkveðja
Stína Sæm


girnileg tiramisú kaka á sætum sunnudegi

April 28, 2013



Fann þessa girnilegu Tiramisu köku á DeliciouStories,


og langar alveg ofboðslega mikið í hana, 
ég segji  já takk, ef eihver vill bak´ana og bjóða mér.....

læt upskriftina (á ensku að vísu) fylgja með til að hjálpa aðeins til.

mmmm hvað hún er girnileg.

Hafið það sem allra best í dag
njótið dagsins og alls þess sem hann hefur uppá að bjóða.
kær kveðja
Stína Sæm

Sætur sunnudagur með kaffi og köku

 Er ekki rétt að fagna þessum fyrsta sumar-sunnudegi með ilmandi kaffi og kökusneið,

draga sumarlega bleika póstulínið út úr efriskápunum og skapa blómlega, fallega stemningu í borðstofunni.
Ég skellti þessum Ikea bolla i sparibúning í stíl við fallegu skálina mína og veit að kaffið mun smakkast betur en nokkurtímann áður.

Haldið ekki að hann eigi eftir að fara vel á pallinum í sumar, svo sumarlegur og sætur?
Eigið sætann og góðann sunnudag
kveðja og knús
Stina Sæm



sumarþrif í kofanum

April 27, 2013

Með sól og sumri kemur tími til að huga að kofanum eftir veturinn,
veðrið var svo ósköp mild og fallegt þegar ég kom heim úr vinnu í gær að ég réðst í að þrífa kofann  og tók all leirtau inn til að vaska það upp og gera allt klárt fyrir sumargesti, jafnt litla sem stóra.

Svo varð mér bara pínu kalt svo ég dreif mig inn og staðan er svona núna,
Næst er bara að sópa og skúra gólfið og þá er allt klárt til að raða inn aftur og viðra púða og teppi...
geri það í næsta blíðviðri.
Sem ég vona að sé fljótlega.


 En svona var um að litast fyrir utan kofan í vikunni eða eldsnemma á síðasta vetrardag.
Langaði til að leifa þessari mynd af fylgja með þetta var bara svo fallegt þennann morgun.
 Tek það framm að það var allt annað um að litast, þegar ég kom svo heim úr vinnu sama dag.
og með þessari  mynd kveðjum við veturinn og fögnum sumrinu með áframhaldandi dúlleríi í kofanum á sólardögum.

Eigið góða helgi 
munið að kjósa og njótið dagsins í dag 

kær kveðja 
Stína Sæm

föstudagskvöld á The Bistrot

April 26, 2013
Við skoðum í kvöld alveg dásamlega fallegt veitingahús í Bali Indónesiu, þar sem hönunin öll, allt niður í minstu smaátriði, myndar einn fullkominn heildarsvip.
Endurunninn viður, múrsteinar, fallegar ljósakrónur, industrial húsgög og gamlir skrautmunir 
finst mér allt jafn einstaklega sjarmerandi, hlílegt og notalegt.









Ég gæti hugsað mér að eyða þessu frábæra föstudagskvöldi í þessu notalega umhverfi.
Eigið notalega kvöldstund.
kveðja
Stína Sæm


Auto Post Signature

Auto Post  Signature