Top Social

í glerskápnum

September 22, 2012
það hefur komið fram hér einu sinni eða tvisvar að ég plasta mínu uppáhalds í hvíta eldhússkápnum mínum, breyti honum eftir árstíðum og flyt hluti inn og út úr skápnum eftir þörfum og hentugleikum



og það þýðir að nú hefur enn verið breytt til....

Póstulín með bleikum rósum, möffins box í pastellitum og annað sumarlegt  dúllerí hefur flutt út,
 en í staðin hefur dassi af brúnu verið bætt við hvítt og glært leirtauið.
Ég ætla nú ekkert að hafa neitt fleyri orð um leirtauið í elshússkápnum,
en frekar að sýna ykkur hvernig það kemur út;




Dags daglega er nú skápurinn bara lokaður 
og gengið um hann til að nota hlutina.



En hvað um ykkur...
breytið þið hjá ykkur eftir árstíðum?

Stína Sæm



3 comments on "í glerskápnum"
  1. já, ég breyti sko eftir árstíðum, það er svo gaman! En voðalega er þetta annars fínt og notalegt hjá þér :-)

    ReplyDelete
  2. Hvar var skápurinn keyptur?

    ReplyDelete
    Replies
    1. skápurinn var keyptur í 1928 fyrir nokkrum árum og var úr stórri húsgagnalínu sem þau voru með. Veit ekki lengur hvort þessi verslun er enn til. Er amk löngu farin af Laugarveginum.
      kv Stína

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature