Top Social

bastkörfur fá nýtt útlit

September 13, 2012

Á ljósanótt bakaði ég dýrindis brauð og bauð með súpunni..
brauðið var að sjálfsögðu sett í brauðkörfu,
 og það er brauðkarfan en ekki brauðið sem við ætlum að skoða aðeins betur í dag,

Ég er svo heppin að eiga vin sem erfitt er að gefa tækifærisgjafir... þið vitið karlmaður sem líklega á allt sem hann vantar og hvað er þá til ráða annað en gjafakarfa,

og svo fæ ég körfurnar... en því miður eftir að ostarnir og vínið er búið!
hér að ofan sjáið þið svo brauðkörfuna, meðal annara..

og hér er hún svo eftir smá umferð af grunni og svo bæði gráa og hvíta kalkmálningu.


Þessi karfa kom líka með í sama pakka, ótrúlega flott í laginu, virkar eiginlega sem bakki líka, en liturinn og glansáferðin ekki alveg að hennta frúnni.
og að ofan er svo bakki sem ég fann í nytjamarkaði í sumar.

og hér kúra þau svo saman uppi á skáp eftir smá makeover :)






og nú er ekki amalegt að bjóða uppá súpu og brauð þegar farið er að hausta.
Mitt uppáhald er kjúklingasúpan sívinsæla og heimabakað brauð með er ekki verra.

Stína Sæm


8 comments on "bastkörfur fá nýtt útlit"
  1. Hefði nú verið til í súpu og heimabakað brauð hjá ykkur;) Körfurnar eru ótrúlegar flottar eftir make overið.

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
    Replies
    1. þú bættir það nú vel upp með súpuveislunni þinni um daginn ;)
      knús á ykkur
      Stína

      Delete
  2. Hvaða málningu notarðu á körfrunar
    kv.Þórný

    ReplyDelete
  3. kemur mjög vel út, alveg í Stínustíl :-)

    ReplyDelete
  4. takk innilega ;)
    ég notaði grunn og svo kalkmálningu sem fæst í Litalnadi, bæði gráa og hvíta.
    elska útkomuna og held að restin af körfunum fái álíka meðferð, með smá tilbrigða mun kanski.

    ReplyDelete
  5. Flott hjá þér Stína mín þú ert nú meiri snillingurinn

    ReplyDelete
  6. Svo fallegt hjá þér Stína. Ég er einmitt með gamla nestiskörfu og nokkrar aðrar sem mig langar að lífga uppá. Ef ég má spyrja,notarðu grunn í spreybrúsa? Og lakkarðu yfir kalkmálninguna þegar hún er þornuð?
    Kveðja með ást og knúsi :)
    Íris

    ReplyDelete
    Replies
    1. sæl Íris mín.
      Ég penslaði gruninn á, en bara að því að ég átti grunn. Mæli með grunni á spreybrúsa frekar og ætla að gera það næst. Svo er rosalega gott að lakka yfir með alveg möttu lakki, til að hægt sé að þvo körfurnar. En láttu amk 3 daga líða áður.
      Gangi þér svo bara vel með nestiskörfuna :)

      knús á þig
      Stína

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature