Top Social

á haust borðinu.

September 28, 2012
Við stöldrum enn við í skorradalnum
enda er svo undurfallegt þar í haustlitunu.

 Um alla brekkuna liggur berjalingið  i skógarbotninum og gefur umhverfinu enn ríkari liti,
og sumstaðar sjást enn leifar af berjum...
þessi sem pabbi náði ekki að tína og ekki fuglarnir heldur,
en við viljum gjarnar kalla bústaðinn Bláberjahæð (eða blueberryhill;)
sem passar svo vel við þetta frábæra berjaland,


og þegar ég fékk að leggja á borðið,
þá að sjálfsögðu hljóp ég út með garðklippur og tíndi slatta af greinum, lingi og laufblöðum...

og ég verð að segja að mér finst íslensku haustlitirnir passa alveg gasalega vel við Flórída húsgögnin.
Lítil búnkt af eldrauðu bláberjalingi voru bundin saman með snæri og einfaldlega bara lögð á hvíta diskana,


Stór og einstaklega litrík laufblöð sem vaxa í skógarbotninum (veit ekkert hvaða jurt þetta er)
eru eins og gerfiskraut þau eru svo flott lágu bara á borðinu, og birkigreinar voru svo settar í vasa,
ósköp einfalt og nátturlegt, dáldið bara eins og þetta er þarna úti.

og hvað haldiði að  hafi svo verið í matinn?

Það var sko boðið upp á gæs, með bláberjasósu og að sjálfsögðu heimalagaðri berjasultu,
gourme sveppum (sem ég man ekki hvað heita) og sallati.


Eins gott að hafa hraðann á til að smella af einni mynd....
áður en byrjað er að skera kjötið.





Munum að kíkja út og njóta haustsins, skoðum litina og verum þakklát fyrir alla fjölbreytnina sem landslagið okkar býður uppá.
Hver árstíð hefur sinn sjarma og er svo falleg á sinn hátt.
Eigið góðann föstudag:
Stína Sæm






2 comments on "á haust borðinu."
  1. Blöðin eru af blágresi, sjá hér: http://www.floraislands.is/geransyl.html

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það.
      Þau eru ótrúlega falleg í öllum litbrigðum haustsins. Svo stór og litrík að þau eru hálf ævintyraleg :)

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature