Við erum loks búin að flikka upp á kjallarann ... svona að mestu leiti, nú á ég bara eftir að klára smáatriðin; hengja upp hitt og þetta, föndra pínu meir. breyta smá. bæta aðeins við... sagði ég klára smáatriðin?!
jæja, halda áfram að punta smá, á betur við.
Ég hef verið að setja inn myndir af lagfæringunum nokkurveginn jafnóðum í
albúmi á
facebook. og ótrúlega margir hafa fylgst með því þar en þær myndir hafa bæði byrst hjá
auskula sem framleiðir þessa frábæru kalkmálningu og hjá stöllunum með
Hugmyndir fyrir heimilið og ég þakka þeim öllum fyrir frábær ummæli og hrós um þetta skemmtilega og einfalda verkefni mitt.
En mér finst amk kominn tími til að sýna ykkur hérna hvernig útkoman er
og byrja á gestaherberginu:
Þó við séum ekki mörg á heimili lengur, er full þörf á þessu herbergi, í fyrsta lagi þá eigum við tvö frábær börn sem búa í Noregi og koma reglulega til að vera hjá mér og pabba sínum. Unga daman hefur núna fengið risherbergið útafyrir sig og bróðir hennar mun þess vegna fá þetta herbergi til umráða.
Svo á ég fullt af frábærum frændsystkynum á öllum aldri sem eru mikið í heimsókn eða pössun hjá Stínu frænku og Gunna og þarna verða núna leikföng og bækur fyrir yngstu gestina. En þar á meðal eru Tonka bílar sem Gunni átti og fullt af öðrum gömlum og furðu vinsælum leikföngum í bland við nýtt.
En kíkjum betur á herbergið;
Rúmið er eins og þið sjáið búið til úr vörubrettum, náttborðið er trappa sem sonur minn gerði í smíðanámi og ég notaði sem borð fyrir kaffibollann úti á palli í amk tvö ár svo það var orðið skemmtilega veðrað.
Fjölin fyrir ofan rúmið er af einu vörubrettinu og nöglunum úr brettinu var bara dreyft reglulega um fjölina til gera snaga fyrir hitt og þetta skemmtilegt.
Púðarnir tveir eru svo gerðir úr strigapolum frá Kaffitár.
ég þakka ykkur í auðmykt fyrir hreint ótrúleg viðbrögð við því sem komið er.
Hlakka til að sýna ykkur fleyra frá kjallaranum.