Muniði eftir baráttunni við baðherbergisflísarnar?
Jæja í Apríl ákvað ég að sættast við baðið og þykjast vera voða hrifin af bláu ....
Getið rifjað það allt upp með mér hér !
og hvernig skyldi svo samkomulagið á baðinu hafa verið?
Mér hefur bara gengið svona ægilega vel með bláa litinn,
þegar ég komst í búðir í Ameríku þá var ég alveg hugfangin af bláum vöruflokkum í baðbúðunum,
og keypti þessar bráðnauðsynlegu vörur með lavender ilmi. Ilmkerti og bodysprey sem róar og hjálpar manni að sofna (nauðsynlegt fyrir konur sem hanga í tölvunni langt framm eftir kvöldi)
hér eru lavender ilm dásemdirnar
svo keypti ég líka þessar fallegu glerkrukkur í Amerikunni (á útsölu auðvitað)
og tíndi skeljar á ströndinn, og valdi þær með bláa litnum og þær hvítustu, skildi brúntóna skeljarnar eftir ... spáiði í því!
og bara til að bæta smá við þá nældi ég í þetta fallega tannburstaglas, en sápudiskinn við átti ég fyrir. Finst það passa svo ægilega vel við stensluðu krukkuna:)
Ætli ég kaupi ekki næst tannkrem í túpu með bláu merki og svo er algjört möst að eiga bara bláa tannbursta er það ekki? (amk fyrir myndatökur)
og hér er sem sagt ný og sumarlegri útgáfa af spa horninu, með skeljum og fíneríi.
og þessi æðislegi kertastjaki á heima í baðglugganum og er umvafin bláum fiðrildum..
svo sumarlegt og fallegt.
Algerlega gordjöss, þarft sko ekkert að vera blú yfir þessu, hohoho :)
ReplyDeletehaha nei svo sannarlega ekki.
ReplyDeleteEr þetta ekki gott dæmi um að þetta er alltaf spurning um viðhorf. Ég er bara svo sátt og ánægð :)
kv Stína