Ég stökk út úr bílnum á leiðinni heim úr vinnu á föstudaginn og náði mér í blóm sem ég fann útí vegakannti
þessi bleiku litlu sem við finnum í móanum (og þykja ekkert voðalega spennandi) sóma sér bara vel í sultu krukku sem ég vafði vír utanum og hengdi á gamaldags snaga við svaladyrnar,
og svo skellti ég vænum vendi af þessum í könnu út í eldhúsglugga,
eiginmaðurinn reyndar fitjaði upp á nefið og spurði hvað fíla þetta væri í eldhúsinu,
en hætti að kvarta þegar hann vissi að fílan var bara sterkur ilmur af blómunum....
og umber delluna í mér
sko er ekki aldhúsglugginn bara pínu sumarlegur í dag?
já það þarf ekki að fara langt eða vera voða fansí til að lifga við heimilið.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous