Ég var búin að gera bloggpóst um fríið okkar hjóna í litla sjávarþorpinu Puerto De Santiago, en það var svo margt fallegt að sjá á göngu um þorpið.
Sjáið þann bloggpóst hér:
Í fríi í bænum puerto de santiago á Tenrife.
En í þeim pósti röltum við um bæinn
og meðal þess sem við sáum þar var litil strönd sem heillaði okkur hjónin.
og meðal þess sem við sáum þar var litil strönd sem heillaði okkur hjónin.
Í þessum pósti ætlum við að rölta aðeins aftur niður að strönd og staldra þar aðeins við og skoða hana enn betur en ég tók allt of mikið af myndum þar til að koma fyrir í fyrri póstinum.
og gefum okkur góðan tíma í þessa stuttu leið,
stoppum og njótum!
Svo erum við komin að þessari pínu litlu vík þar sem litla ströndin er,
og úti dóla bátarnir...
virkilega heillandi og fallegt.
Kominn tími á einn kaldann og frískandi kokteil á barnum við ströndina.
Hinum megin við ströndina eru svo klettarnir þar sem alltaf var fólk að sóla sig og svamla um í sjónum.
Litla sjarmerandi ströndin
Séð ofanfrá einn morgunin,
Svartur sandur, bók að lesa og ískaldur bjór ...
lifið er yndislegt!
´
útsýnið af strandteppinu.
það er eithvað rosalega heillandi við það að hafa litla árabáta þarna líka....
svona til að minna á að þetta er bara lítið sjávarpláss
það getur alveg komið sér vel að hafa huggulegan bar við ströndina ....
og á miðri gönguleiðinni, en þessi stígur er vinsæl gönguleið þó þú sért ekki á leið í sólbað.
Virkilega heillandi og notalegt
krúttlegur bar með fullt af heillandi smáatriðum
ójú þessi bar heillar mig alveg með pottaplöntunum
Svo er þarna lítil kapella til verndar sjómönnunum,
Þakka ykkur innilega fyrir að koma í þessa strandarferð með mér,
það er svo dásamegt að vera á svona fallegum stað og njóta hvers augnabliks og geta svo notið þess áfram hér.
kær kveðja
Stina Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous