Top Social

Garðurinn minn - Blómstrandi í Júlí

August 16, 2017
 Ég gerði blómstrandi bloggpóst í júni, 
þar sem ég sýndi ykkur allt það sem blómstraði í mánuðinum,
getið skoðað hann hér:

Garðurinn minn - blómstrandi júni


og betra er seint en aldrei á vel við núna en hér er loks komð að bloggpósti um það sem blómstraði í garðinum í Júlí.

 Flest fjölæru blómin eru fyrir framan kofan sem er bakatil í garðinum og vonandi á þetta eftir að verða ævintýralegt blómstrandi svæði.

en enn eru beðin dáldið losaraleg og gisin en flest blómin í þessu beði fékk ég núna í sumar svo þetta verður spennanid að sjá næsta sumar.


Fingurbjargar blómið náði sér vel á strik eftir flutningana og blómstraði svona fallega í síðasta mánuði, mér skilst að það fjölgi sér vel svo vonandi verða þau orðin nokkur í hnapp fljótlega, en þannig eru þau fallegust finst mér.


Þetta held ég að sé Garðakobbi, það blómstraði ekki mikið og er pínu ritjulegt og gisið eftir flutningana en gerir sitt besta og beinir sínum fjólubláu blómum móti sólinni. 


Á móti kofanum er aðeins eldra beð en blómin þar eru sum á sínu öðru og þriðja ári held ég... sum höfðu meira að segja beðið í blómapottum í einvhern tíma eftir að fá blómabeð.
í byjrun Júlí var hér bara allt komið á hliðina. óvenju mikill vindur um mitt sumar setti sinn svip á blómabeðið þar sem Garða lúpinan og Jakobsstigi eða Polemonium coeruleum voru að skarta sínu fegursta.... nokkuð víst að þessar elskur fá stuðning næsta sumar svo við séum við öllu búin.
Jakobsstiginn er rosalega fallegur finst mér og hefur verið í beðinu í þrjú ár og hingað til staðið alveg uppréttur og ber lítil falleg blá blóm... 
sem sá sér alveg svakalega svo ég reiti pínulitla jakobstiga úr beðunum meira en hörðustu illgresi, en hann er þess virði.

þarna fremst eru blóm sem ég ræktaði upp af fræi:  Robinsons Giant mix, pyrethrum Daisy veit ekki islenska heitið, kom fyrst upp í fyrra og ég fékk bæði þennan dökkbleika og eitt blómstrar ljósbleiku. Mér finst hún passa rosalega vel með bleikum blómunum á Garðalúpínuni þarna við hliðina á henni....
eða að vísu hallar hún sér utaní hana.


þessi bleika litla dásemd var eitt af nýju blómunum í garðinum og tók svona rosalega vel við sér á nýja staðnum og blómstraði svona fallega. Veit ekki nafnið en það er frekar lágt og minnir á einhvern steinbrjót.


Þessi blómstrar reyndar ekki en er alltaf nálægt þegar ég er að stússast í garðinum 


Júlí er mánuður Sýrenunnar ..... bleik ilmandi blómin eru dásamlega falleg.



og stórkvisturinn var þakinn hvítum blómklösum....


Stórkvisturinn ber nafn með réttu, hann knæfir yfir höfðinu á mér með hvítu blómin sín,


og  við hliðina á stórkvistinum er svo Meyjarósin sem mér finst algjört æði, hún er risastór, með upprettar langar greinar og í ár blómstraði hún alveg rosalega mikið, var alsett bleikum einföldum blómknúpum og hún var alveg gríðarlega vinsæl hjá Humlunum sem suðuðu stanslaust af ánægju.


Blátoppurinn blómstraði í Júní og komst þess vegna í júní bloggpóstinn en i Júlí bar hann svo þessi dökku ber. 


þessi rós blómstraði líka, ég veit ekki nafnið á henni en hún ber eins blóm og meyrarósin svo þær eru í stil í sitthvoru horninu, þessi er alveg þónokkuð minni þó hún sé samt stór og þétt. 


Uppi á efri lóðinni er svo Birkikvisturinn og hann blómstraði líka þessum fallegu hvítu blómklösum sem eru svo einkennandi fyrir kvistina. 


Þessi loðkvistur er ekki blómstrandi en ég tók mynd af honum því ég var svo glöð að sjá að hann fékk öll laufin sín aftur en í byrjun sumars var hann alveg allsber og ég helt hann væri bara ónýtur. En líklega hefur einhver óværa komist í hann snemma og klárað hann alveg án þess að ég hafi orðið þess vör. En sem betur fer þá jafnaði hann sig.




Nýja skrautrunnabeðið að framanverðu skartaði gulum lit í mai og júni og svo í júli vék guli liturinn fyrir bleikum blómum hansarósarinnar.
og þar með er Júlí liðin og ágúst plönturna komnar í blóma.
Vonandi hafði einhver gaman að þessum bloggpósti, ég amk geri ráð fyrir því og stefni á að setja svo inn nýjann bloggpóst með því sem er að blómstra í Ágúst.... þó það sé nú ekki nærri jafn mikið.
Ég sé að ég þarf að fá mér fleiri fjölæringa sem blómstra síðsumars.

Hafið það sem allra best og endilega klikkið á læk takkan ef ykkur líkaði pósturinn.
Kveðja
Stína.


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature