Top Social

Kikt í Litlu Garðbúðina á Föstudegi.

August 11, 2017
Ég kíkti í Litlu garðbúðina um daginn.... loksins...
Mig hefur lengi langað til að kikja þangað, er alltaf á leiðinni.
Enda hef ég fylgst með þeim á facebook frá byrjun og séð þar reglulega hversu dásamlega fallegt vöruúrvalið hjá henni er.



Þið sem fylgist með Svo Margt Fallegt á Instagram hafið kanski séð heimsóknina á Instastory,
ég fattaði hinsvegar bara þegar ég var að labba út aftur, eftir langa heimsókn þar, að ég hafði ekki verið dugleg að taka myndir til að eiga, var svo upptekin við að dást að öllu úrvalinu og dásemdunum  og ekkert með bloggpóst í huga, var bara að njóta. 
En ég tók nokkrar sem ég get deilt með ykkur í dag af bara broti af úrvalinu...




og það er sko ekki bara krúttlegustu garðvörur ever... ónei!
En í alvöru, hversu frábært væri ekki að eiga svona verkfæra svuntu í garðvinnuni?

Þar fæst lika ótrúlega flott úrval af Greengate vörunum
 og eins og þeir vita líklegaga sem hafa fylgst með blogginu lengi þá er ég rosalega hrifin af þeim vörum og hef bloggað um GG nokkrum sinnum, 
en það er endalaust hægt að blanda því saman og svo eru alltaf að koma nýjar og nýjar línur í bæklinginn.

 Gráu linurnar frá GG er nú í alveg sérstöku uppáhaldi hjá mér,
mér finst það bara svo mikið æði


Sjáið bara þessi dásemdar munstur í fallegum gráum tónum!!


og jújú svo það sé á hreinu að þá er  hægt að fá þetta fallega stell i fullt af litum í litlu garðbúðinni... fallegum pastelitum, sterkum bláum, eldrauðu og bara allt þar á milli, 
en þegar ég skoðaði myndirnar minar hafði ég bara smellt af þessum í gráu tónunum.



 þessir bollar og skálar finst mér líka rosalega töff og flott, man ekki hvað merkið heitir.


 ömmugullið var að sjálfsögðu með og var búin að gera sig vel heimakomna þarna, settist í fangið á eigandanum og fékk að teikna myndir og leika sér með hin og þessi garðadýr svo amman gat skoðað og spjallað í friði.


 og garðvörurnar....
verðum að hafa þær með er það ekki?
Ég elska svona garðdót sem er eins og það hafi verið úti í garði í mörg ár.


Hér er Litla garðbúðin á Facebook. þar getið þið séð mun betur allt úrvalið og litaflóruna og fylgst með nýjum vörum koma.
Ég mæli með því að kikja í Liltu Garðbúðina á Höfðarbakka og sjá dásemdirnar þar, þetta er ein af þessum dásamelgu litlu verslunum með stórt hjarta.
Svo er litla garðbúðin með útibú í kjallarnaum á Sjafnarblóm á Selfossi.
Kíkið við.



Hafið það sem allra í dag og góða helgi.
kveðja
Stina Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature