Innlitið í dag er í hús sem var bara útihús í niðurníðsu þegar eigandinn, Robin Berkhuizens, fann það.
Hann sá fyrir sér möguleikana og keypti húsið til að gera það upp og selja það. En hann hefur verið að taka hús sem enginn annar sér nokkurn möguleika í og gera þau upp. En þegar þetta hús var tilbúið, hafði svo mikill tími, vinna og sál farið í það að þau hjónin ákváðu að búa þar sjálf.
Enda er heimilið stórkostlegt með einu fallegasta eldhúsi sem ég hef séð, múrsteinsveggjum, fallegum burðarbitum og opnum rýmum og virkilega glæsilegri innanhúshönnun.
Í garðinum stóð stórt og glæsilegt eplatré sem þau sáu strax sem miðpunkt í garðinum, þar sem hægt er að setjast í skuggan undir trénu. Í kringum það byggðu þau gesthús og skúr svo það myndar gamaldags húsagarð sem hringlaga hellulögnin undirstrikar svo listilega.
Eldhúsið!!
Þvílík hönnun, svo sígilt og flott.
sours: lantliv.com
Þið getið skoðað meira af þessu fallega heimili hjá eigandanum sjálfum,
Robin Berkhuizen á Instagram
Takk fyrir innlitið og eigið góða viku.
Kær kveðja,
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous