Þegar ég rakst á þetta flotta borð hjá The paint bar sá ég strax fyrir mér alveg óteljandi möguleika til að lifga uppá gömul, mjög illa farin tekk húsgögn með milk paint, en halda þó í RETRO fílinginn sem hæfir svo þessum húsgögnum.
Það er eithvað við línurnar og formið á þessum húsgögnum sem er svo einstakt og heillandi
og hér er það bæði litavalið og geometric munstrið sem passar svo vel við borðið og tíðarandan og gefur því nýtt og svo viðeigandi útlit.
Hér að ofan sjáið þið fyrir og eftir mynd sem sýnir ótrúlega breitingu á borði sem var mjög illa farið.
Sumum finst tekk liturinn og útlitið bara einfaldlega of mikið fyrir sinn smekk eða að húsgögnin eru bara of illa farin.
En með því að mála bara hluta af húsgagninu en leifa rest að halda sér er hægt að breita ótrúlega miklu. Hvort sem það er eins og á þessu borði þar sem bara fæturnir eru ómálaðir, eða bara borðplatan máluð, mála bara skúffur á kommóðu eða skattholi getur td breytt miklu og svo mætti lengi telja.
Ég mæli með að blanda bindiefni saman við málninguna sem hjálpar henni við að binda sig við yfirborð eins og þetta og jafnvel að pensla fyrst yfir með Tough coat til að koma í veg fyrir að olían í viðnum blæði í gegn og svo að engin hætta sé á að málningin flagni en það passar, finst mér, bara alls ekki við þetta útlit að hafa flagnað eða sjúskað útlit, heldur þarf það að vera alveg slétt og felt og fínt til að vera alveg í takt við stílinn.
Hér hefur hún valið litina sem mér finst svo ótrúlega skemmtilegir saman; Mustard seed yellow, Eulalia sky, Apron string (sem er því miður hættur en er blanda af rauða og gula litnum okkar) og svo hvítur.
Þetta eru sömu litirnir og ég notaði saman heima hjá Madda syni mínum nema ég paraði þá við gráa litinn Trophy sem kemur líka vel út (kíkið á þann póst líka)
Hér er heimasíðan hjá The paint bar: thepaintbar.gr
Ef þig langar til að skoða þessa liti betur og fá ráðleggingar, getur þú komið við hjá Svo Margt Fallegt í Keflavík eða haft samband.
Svo vil ég benda á Netverslunina þar sem þú getur verslað Milk paint og fengið sent heim eða á næsta pósthús.
Hafið það sem allra best,
Kær kveðja
Stína Sæm
Kær kveðja
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous