Top Social

eftir smá bloggpásu...... er þetta helst!

June 16, 2017

Það er komin föstudagur og vika síðan ég fékk tölvuna mína úr viðgerð.... eða ráttara sagt síðan ég fékk nýja tölvu í hendurnar eftir að hafa verið tölvulaus í smá tíma og nýlega tölvan mín reyndist svo bara ónýt. En veðrið hefur verið svo gott að ég er komin í garðyrkjugírinn og hef verið með puttana í moldinni en ekki á lyklaborðinu undanfarna viku.... 
enda voru tölvuverkefnin svo uppsöfnuð að ég vissi ekki á hverju ég ætti að byrja


en nú rignir svo......
halló hér er ég!

Tövan mín bilaði þegar ég var að huga að bloggpóstum um það sem hafði verið í gangi hjá Svo Margt Fallegt i Mai, sem var nú bara nokkuð busy mánuður 
og þeir sem eru að fylgjast með Svo Margt Fallegt á SNAPCHAT misstu ekki af neinu þó ég væri of upptekin til að blogga um allt saman.

En meðal þess var að ég pakkaði einu milk paint námskeiði í bílinn í byrjun Maí og með stútfullan bíl af kössum, málningu, verkfærum og öðru tilheyrandi heldum við hjónin í dásamlegu veðri til Ólafsvíkur þar sem ég var í fyrsta skipti með milk paint námskeið annars staðar en hér í Keflavík. Það er nokkuð mikil fyrirhöfn að fara með námskeiðið annað en það tókst ótrúlega vel, var virkilega gaman og vel þess virði fanst mér og ég ætla að gera sér bloggpóst um þessa frábæru ferð í næstu viku.



En eftir vel hepnað námskeið á faraldsfæti var allt sett á fullt við að undirbúa mig fyrir Amazing Home Show. Nýjar litaprufur voru málaðar í öllum 25 litunum.....


og húsgögn voru máluð til að setja upp i básnum á sýninguni,
 sem var annar frábær og velhepnaður viðburður sem mig langar til að deila með ykkur og við vorum svo óendanlega þakklát öllum þeim sem komu við og hversu ótrúlega góð viðbrögð við fengum hjá öllum sem kíktu við.

En já nú er ég amk búin að koma mér í gang aftur...
það er einhvernvegin alltaf pínu erfitt að byrja aftur eftir bloggfrí, veit oft ekki á hverju ég á að byrja þegar mikið safnast upp svo það er gott að byrja á að láta vita af mér.... þið vitið þá að ég er ekki hætt.

En nú ætla ég að nota rigningardaginn til að taka aðeins til eftir að hafa tekið garðinn fram yfir heimilið síðustu daga og  gera klárt fyrir 17 júni kaffi á morgun. 

Ég minni svo á að þið getið líka fylgst með svo margt fallegt á snapchat og á Instagram. 

Hafið það sem allra best í dag og góða helgi.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature