Ég er alltaf með 17. júni kaffi fyrir fjölskydu og vini, enda er það eitt að því sem ég elska við að búa hér niðrí bæ... að geta opnað heimilið þegar eithvað er um að vera og njóta dagsins með bestu mínum...
dagurinn í dag var alveg einstakur því fullt af frændfólki sem ekki eru daglegir gestir hér komu við í dag og þetta varð svona dáldið eins og 17. júni var hjá ömmu og afa fyrir nokkrum árum.... ok nokkuð mörgum árum kanski.
En dagurinn varð fyrir vikið alveg dásamlegur.
Ég tók nokkrar myndir af fyrstu veitingunum sem komu á borðið....
sneri mér svo að vöfflubakstri og að taka á móti gestum
á borðinu er bananaterta sem er fljótleg og alveg ofboðslega góð og svo bara venjuleg marengs terta með rjóma með karmelukurli og full af ávöxtum ofaná.
Ég er rosalega lítið fyrir brauðterur sjálf og geri þær því bara yfirleitt ekki svo ég er bara nokkuð ánægð með þessar tvær... þær líta amk vel út á borðinu þó ég dæmi ekkert um hvort þær hafi verið góðar.
Flatkökur með hangikjöti eru algjör nauðsin á svona þjóðlegt og gamaldags veisluborð og svo bættust líka við heimagerð Hjónabandsæla, stafli af vöfflum, tvær girnilegar kökur og brauðbakki með áleggi... en með fullt hús af fólki náði ég ekki að taka aðrar myndir fyrir ykkur.
En ég segji nú bara gleðilega þjóðhátíð elskurnar.
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous