Top Social

ó elsku Túlipanarnir... og fjölbreyttar en svooo einfaldar leiðir til að skreyta með Túlipönum

March 31, 2017
Mér finst Túlípanar æðislegir, þeir eru svo einfaldir og fallegir og svo gaman að punta með þeim hvort sem það er í veisluni eða heima þó tilefnið sé ekki annað en bara dagurinn í dag. 
 og svo er bara svo nauðsynlegt að njóta þeirra eins og hægt er á meðan þeirra tímabil er, því Túlípanar fást ekki  allan ársins hring... tíminn er núna :)

Ég tók saman nokkrar fallegar Instagram myndir með túlipönum í ýmsum útgáfum..
Svo njótum!!
og athugið að myndirnar er "life" linkar á Instagram.

A post shared by ♕ ℭlaudine Andreasen (@claudineandreasen) on

Mér finst þessi vöndur æði!
Keyptu þér tvö túlipana búnt í sitthvorum litnum, td hvítt og bleikt eins og hér og raðaðu öðrum litnum eins og þessum bleiku utanum hvíta buntið, ótrúlega stilhreint og fallegt <3


já og svo þegar þeir eru farnir að slakna og teigja sig í allar áttir og þér líkar það ekki, þá er bara að skera þá  niður og setja í litlar skálar, könnur eða flöskur.
Svo mjólkurkannan við sparistellið getur nú loks fengið tilgang.
 Hér eru það könnur frá IbLaursen sem njóta sín vel á bakka með fallegum blómunum.

A post shared by Sandra Parada (@sandra.greathealth) on

Túlipanar sem eru farnir að teigja úr sér eru líka æðislegir í vendi með öðrum blómum sem eru reisulegri... það verður eithvert villt jafnvægi sem myndast svona.

A post shared by Loves Flowers &cats. (@lornameakin) on

Túlípanar í litríkum vendi með Rósum, Gerberum og Liljum ... þvílík litadásemd.


og ef þú hefur gaman að því að taka myndir og þá sérstaklega svona "flatlay" þar sem sjónarhornið er ofanfrá og viðfangsefnið þarf  að liggja eða vera mjög lágt, þá eru túlipanar alveg fullkomnar fyrirsætur, því ef þú kaupir þá "sofandi" þá er hægt að byrja á því að nota þá í fullt af myndatökum með hinu og þessu ... allan daginn þess vegna, áður en  þeir fara í vatn og "vakna" og eftir það þá auðvitað eru þeir fallegt standandi myndefni alla næstu viku :)


A post shared by Steve Brouwers (@stevebrouwers) on

Afskorin blóm í krukku er alltaf fallegt!

A post shared by beate hemsborg (@bhemsborg) on

Svo nú er bara að næla sér í eitt búnt eða tvö af fallegum Túlipönum og njóta!

Eigið góða helgi
kveðja
Stína Sæm

Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature