Top Social

Litir Mánaðarins í Mars - French Enamel

March 9, 2017
Litir mánaðarins í Mars eru Trophy og French Enamel
og við erum að skoða þessa tvo liti alveg sérstaklega í þessum mánuði.


Við byrjuðum á gráa litnum Trohy: Litur Mánaðarins í Mars - Trophy
og núna ætlum við að skoða French Enamel!



Hann er miðlungsblár og nefndur eftir frönskum emeleruðum könnum sem Marian Parsons hefur alltaf heillast af í antík mörkuðum og tímaritum.



Þú getur blandað hann við rauða litinn okkar Trycicle til að fá fjólubláann eða við svarta litinn Typewriter til að fá dekkri og dimmari lit.  






Hann er með smá náttúrulegum tón sem gerir hann að frábærum hlutlausum lit fyrir rýmið, ekki of skær en ekki of litlaus heldur.


Hér sjáum við ólíkt útlit French Enamel með MMSMP vörnunum.
 Okkur finst gaman að sjá hann með Hvíta vaxinu okkar eða antík vaxinu! Það dregur fram svo ólíka tóna í litnum og bæði fara honum svo vel!


Hvernig stenst svo litur mánaðarins samanburð við hina bláu litina okkar?
Hér sjáum við French Enamel við hliðina á restinni af bláu litunum í línunnin! 
Hann nær alveg fullkomnum bláum tón á meðan hann er þó mun mildari en Flow Blue.


Nú erum við búin að lýsa fyrir þér hvað það er sem einkennir þennann fallega bláa lit,
en þú þarft að opna einn pakka af French Enamel....


blanda duftið í jöfnum hlutföllum við vatn...


og blanda því vel saman til að fá fallega blöndu.....


.....og byrja að mála,
til að virkilega kynnast þessum dásamlega himinbláa lit í raun,
því það er svo ótrúlega auðvelt að gera kraftaverk á gömlum hlutum með milk paint.
Gefum lífinu smá lit!

þið fáið mjóllkurmálninguna hjá Svo Margt Fallegt í Keflavík 
og getið pantað hana á netinu og fengið sent heim eða á næsta pósthús
Pantið litinn hér svomargtfallegtverslun.is

Kær kveðja 
Stína Sæm



ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature