Top Social

á Instagram var þetta helst.....

March 10, 2017

Instagram er orðið svolítið mitt uppáhald...
þar get ég skellt inn bara einni og einni mynd  og búið til eitt fallegt myndasafn. 
Deilt daglegu lífi, heimili  og vinnu á myndrænu og fallegu plattformi... með myndum og bara pínu teksta með.
já það er bara allt við Instagram sem henntar mér vel! 

og þetta var helst á instagram síðustu vikuna eða svo:

Við enduðum síðustu viku á þessum fallegu blómum...
ég bara elska svona antík litaðar rósir, fæ alveg svona váhvaðþettaerfallegt-fiðring í magan þegar ég sé þær, svo þær voru fullkomnar til að deila á föstudegi.


Svo byrjaði ég vikuna á því að setjast með dagbókina og góðu stílabókina mína og planaði vikuna á mánudeginum, gert bloggpósta, skipulagði fb síðuna fyrir fram og sfr... en það sparar mikinn tíma þegar það eru margir samfélagsmiðlar að hugsa um að geta amk planað eina fb síðu frammí tímann... valið myndir, þýtt teksta osfr.


Ég málað smá ´.....

Bara svona móment þegar lítið sjónarhorn úr stofuni heillar...
fullt af litum, munstur og hengiplanta á björtum degi.



Ég skellti mér á kaffihús í vikuni og meðan ég beið eftir kaffihúsadeitinu gaf ég mér tíma til að skella inn einni instamynd af girnilega holla drykknum mínum.... ég sver að ef ég ætti svona fallegt búst glas myndi ég vera mikið dulegri að búa mér til svona ;)


og svo má nú alveg segja að ég sé alls ekki minimalísk!
Er rosalega mikið fyrir að safna hlutum saman uppá eldhúsbekk, skurðarbretti bakvið olíurnar, uppskriftabók, áhöld í gamalli leirkrukku frá mömmu og svo eru þarna gómsætar hunangskrukkur sem bóndinn fékk að gjöf... og fara ekki uppí skáp.
allt bráðnauðsynlegt að hafa við höndina ekki satt ?


Svo er hér meira út eldhúsinu,
 sem tilheyrir þó ekki þessari Instaviku heldur vikunni á undan...
en höfum þær með í dag.


Kíkið á Instagram og sjáið þar Svo Margt Fallegt ...
eina mynd í einu og úr því verður eitt fallegt myndasafn sem alltaf bætist við.


Eigið góða helgi,
kveðja 
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature