Top Social

Málað Með Milk Paint Heima Hjá Madda

March 28, 2017

Eftir Framkvæmdir Hjá Syni Mínum, Nýjar Myndir fyrir og Eftir

Bloggpósturinn heima hjá Madda er aldeilis að slá í gegn hér á blogginu...
Ef þú misstir af því þá geturður kíkt á hann hér að ofan.

En heima hjá honum eru nokkrir hlutir málaðir með Milk Paint í nokkrum vel völdum litum og við ætlum aðeins að skoða það nánar og sjá hvernig hægt er á auðveldan hátt að bæta smá lit inná heimilin.  Við notum liti sem koma sérstaklega vel út á  stílhrein heimili í skandinavískum stíl.


Við notum dáldið mikið gráa litinn Trophy og svo gula Mustard seeds yellow, Apron string (sem er hættur en fæst með þvi að blanda mustard seed´s yellow og rauða litinn Trysicle) og svo himin bláa litinn Eulalie´s Sky.


Í forstofuni er stór spegill sem er málaður með Trophy.. 
(var áður silfurlitaður minnir mig)
Sjáið fallegu nýju gólflistana hjá honum.... öfund hérna megin!!


Tré kúlurnar fást í flestum föndurbúðum, ég keypti þessar í Skor í Reykjanesbæ, og þar sem þetta eru bara trékúlur þá eru þær æðilsega til að mála með milk paint, viðarútlitið verður svo náttúrulegt og fallegt. Svo setti ég olíu yfir til að draga enn meira fram litinn og verja málninguna.

þessi skenkur er málaður með Eulalie´s sky og fékk alveg sér bloggpóst á sínum tíma þegar hann var málaður og hann stendur enn fyrir sínu og passar bara fullkomnlega inní nýja útlitið og með nýja eldhúsinu.
Sjáið allt um hann hér:

Skenkur málaður í fallegum björtum lit með Milk Paint.



og svo er það kerta arininn sem er líka málaður með Tropý, varinn með Furniture vaxi og svo borið á hvítt vax í lokinn til að fá smá "white wash" útlit.




Barstólarnir eru gamlir fururstólar sem byrjað var á fyrir löngu, (fyrir milk paint tímann) en enduðu svo hálfkláraðir uppí skáp á vinnustofuni hjá mér, annar hálfmálaður með einhverju og hinn ekki. 
Hér eru þeir svo loks komnir með tilgang, málaðir með Trophy og varðir með Tough coat svo þeir þoli allt það sem þeim verður boðið uppá. það þarf þó að taka aðeins neðan af þeim svo þeir passi við borðið en annars eru þeir bara fullkmnir þarna.


það er síðan kominn einn myndarammi í gula litnum Mustar Seed´s Yellow og ætlunin að mála líka einn í hinum tveimur litunum til að setja innanum hvíta og svarta ramma.
En við skoðum það líklega síðar.

Alla litina geti´ði skoðað hér:
og réttu vörnina finnurðu hér:




ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature