Aðventuskreytingin er gerð úr því sem til var á heimilinu, nema grenið sem var keypt sérstaklega fyrir verkið, stjörnurnar eru heimagerðar, gluggarnir eru úr gömlu húsi í reykjavík og óþjálfaði hundurinn ákvað sjálfur að setjast fyrir framan myndavelina og vera með í þessum bloggpósti.
Já ég ákvað að ég ætlaði ekki að kaupa neitt jólaskraut í ár og er næstum að takast það.
Nema greni og hýasintulaukar... að sjálfsögðu ;)
Hafið það sem allra best og munið að njóta aðventunar
Með kveðju
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Dásamlega fallegur hjá þér Stína! Gaman að prófa að vinna bara með það sem maður ár nú þegar - grunar nú að þú eigir ansi margt fallegt ;)
ReplyDeletejá það er nú málið og ekki nærri því allt fær að komast upp úr kössunum... og svo er bara gaman að búa til eh nýtt :)
Delete