Íris Lind ömmustelpa átti 2ja ára afmæli 20. Nóvember og síðustu helgi var svo haldin afmælisveisla fyrir litla 2ja ára frosen stelpu og á borðinu var því frosen kaka að sjálfsögðu,
og mig langar að sýna ykkur eina fallega
en svo ofureinfalda og auðvelda útgáfu af frosen köku.
Engin klístraður sykurpúðagjörningur í tilraun til að fá silkimjúkan og sléttann sykurmassa,
flórsykur um allt eldhús og amma sem er að fara á taugum á síðustu stundu...
nei aldeilis ekki.
Kakan er bara pakka gulrótarkaka með bláu kremi á hliðunum og hvítu kremi smurt óreglulega ofaná.
Við fengum lánaðar fígúrur og litla afmælistelpan raðaði þeim á kökuna... með góðri hjálp
og var alsæl með frosenkökuna sína
og allir sáttir
Já á þessari köku er bara vetrar partý og fjör
alvöru partýkaka.
Eigið sætann og góðann sunnudag.
Hafið það sem allra best í dag,
fjórða sunnudag í aðventu.
fjórða sunnudag í aðventu.
með kveðju
Stína sæm
Svo Margt Fallegt á
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Yndisleg kaka :)
ReplyDelete