Ég átti erindi í bæinn í gær og þar sem veðrið var svona glimrandi fínt þá tók ég smá rölt um miðbæinn og rambaði inná nýlegt kaffihús við Aðalstræti, sem er í þessum gamla vintage stíl sem er svo vinæll í kaffihúsum í dag,
Svona samansafn af gömlum húsgögnum og heimilislegir munir á veggjum, eiginlega eins og að bjóða gestum og gangandi inná gamalt Íslenskt heimili og er alveg að virka í kaffihúsamenningunni.
Jaa heillar mig að minsta kosti.
Konsúll Café and bar 1881
Árið 1881 þá byggði Jón Vídalín konsúll þetta hús-Aðalstræti 7.
Hann var konsúll, það væri líkega kallað ræðismaður-sendiherra í dag
En þaðan dregur kaffihúsið nafn sitt.
Kaffihúsið sem opnaði bara í vor,
er í gömlu gulu bárujárnshúsi sem var baðað sól á þessum ótrúlega fallega septemberdegi.
svo ég kíkti inn.
Konsúll er með úrval af spennandi te sem ég var að velja úr, þegar ilmurinn frá kaffivelinni freistaði mín og sterkt og gott kaffi varð fyrir valinu, þrátt fyrir að vera að taka mér frí frá kaffi í smá tíma.
Það fór vel um fólk þarna þegar ég smellti nokkrum myndum svo lítið bæri á,
fjölskylduhittingur í stofunni hjá ömmu á sunnudegi er það sem kemur upp í hugan er það ekki?
og gólfið! ómæ hvað mér finst það flott, svo gróft, gamalt og slitið
Ég mæli með því að kíkja þarna við og fá sér rjúkandi kaffi og kleinu eða eina af girnilegu heimabökuðu kökunum sem boðið er upp á.
facebook.
Konsúll kaffihús
Aðalstæti 7
og að sjálfsögðu finnurðu þau áfacebook.
Eigið góðann föstudag
kær kveðja
Stína Sæm
kær kveðja
Stína Sæm
Svo margt fallegt á
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous