Top Social

Rigningardagur

September 30, 2015
I dag er frekar drungalegur rigningardagur hér í Keflavík

Við Logi minn hjúfrum okkur bara heima í dag,
sem er svo sem gott þar sem nóg af verkefnum bíða mín hér heima, 
en ég fór td niðrí Flugger um daginn og keypti málningu á eldhúsinnréttinguna mína, 
og svo er ég með lítinn krítarvegg úti í skúr sem ég ætla að gera krítarverk á. 
Hvað á ég að byrja á?

Logi gamli liggur svo bara uppí sófa, bakvið trékallinn niðurlúta og lætur ókláruð verkefni ekkert á sig fá.

Hafið það sem allra best í dag,
Kær kveðja
Stína Sæm


Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 

Urban jungle bloggers áskorun: plants and art

September 29, 2015

Ég var að prenta út myndir og setja í hilluna hjá hengiplöntunum mínum, langaði í smá haustþema, fann mildar haustlegar myndir á netinu og skellti þeim í ramma uppí litlu krúttlegu hilluna mína.
Þar sem þær fara svo vel með plöntunum í henginu.


og þar sem september-áskorunin hjá Urban jungle bloggers er "plants and art" þá tek ég þeirri áskorun hér með og deili með ykkur minni útgáfu af Plants and art.

og ef okkur finst útprentaðar myndir af netinu ekki merkileg list fyrir svona áksorun.....

þá er það stafli af listasafni Fjölva - líf og list meistarana, 
þeirra Leonads, Manets og allra þeirra félaga, 
 með nýju fallegu, litlu plöntunni minni og gömlu riðguðu luktunum.

og það kæru lesendur má sko með sanni kalla plöntur og list!

já þetta er mín útgáfa af plöntum og list,
og það er sko sjálf Móna Lísa sem prýðir bókakápuna sem plantan mín stendur á.


Ég þakka Urban jungle bloggers fyrir skemmtilega áskorun,
en mánaðarlega fæ ég tölvupóst með nýrri áskorun sem ég svo vel hvort ég tek þátt í eða ekki.
Loksins sló ég til enda er nóg plöntuúrvalið að verða á heimilinu.

Ég er nú þegar búin að fá email um næstu áskorun, þá eru það plöntur og blóm,
En gaman getur verið að stilla saman grænum pottaplöntum og blómstrandi blómum...
hver veit... kanski ég taki þátt.

Ef þið hafið gaman af plöntum kíkið þá á fleyri plöntuóða bloggara hjá


Hafið það sem allra best,
Kær kvðja 
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 

Góða helgi.

September 26, 2015

Sjáið hvað hún tengdamamma mín fann handa mér.

þetta eru 6 fallegir bollar með undirskálum og hliðardiskum,
svo nettir og fíngerðir með blómamynstur mynstur í hlílegum litartónum.

og ó hvað það á nú eftir að vera gaman að bjóða uppá kaffið í þessum bjútíum,
og mig grunar að þeir eigi eftir að vera vel nýttir á þessu heimili.
já og svo bara fara þeir svo vel á borðinu þessar elskur.


Vonandi eigið þið súper góða helgi þó veðrir sé ekkert að fara mjúkum höndum um okkur í dag,
þá er bara að njóta þess að hafa huggulegt inni.

Hafið það sem allra best
Kær kveðja 
Stína Sæm

Svo margt fallegt á:
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 

fallegt innlit í danmörku

September 21, 2015
Á þessu fallega heimili í Danmörku eru það grænu potta plönturnar sem spila stórt hlutverk í öllum uppstillingum og setja sterkann svip á þetta svart hvíta heimili.  
Stílhreint og fallegt.


Þreföld súkkulaði og kahlúa ostakaka á sætum sunnudegi // Sweet sunday with a Triple Chocolate Kahlua Cheesecake

September 20, 2015

Ég rakst á ótrúlega girnilega og fallega mynd af ostaköku á pinterest í gær.
myndin var eftir Michelle og af blogginu 
Foodagraphy.by Chelle


og það sem meira er þá var uppskriftin af ostakökunni algjört æði svo ég snaraði henni yfir á Íslensku og læt ensku útgáfuna fylgja með líka.




En þessi girnilega ostakaka er súkkulaði kexbotn með súkkulaði kahlúa fyllingu og toppað með súkkulaði ganache. Svo skreytum við hana með uppáhalds súkkulaði konfektmolunum okkar.

Fullkomin freysting fyrir súkkulaði fýkla er það ekki?




 og svo eru myndirnar svo fallegar að þær gæla við fegurðarskynið 

 Þreföld súkkulaði og kahlúa ostakaka

Botninn
285g súkkulaði smákökur
25g sykur
5g kakó
klípa af salti
85g ósaltað smjör, brætt
forhitið ofninn í 175°c
blandið öllu nema smjörinu saman í matvinnsluvel,
blandið nokkrum sinnum þar til allt hefur blandast vel saman
bætið brædda smjörinu við og blandið í nokkrar sek í viðbót til að blanda vel.
smyrjið 7.5" smelluform. Þrýstið deiginu bæði í botinn og hiðar formsins.
Bakið í 10 min. leggið til hliðar til að kólna. Haldið ofninum heitum.
Fylling
200g súkkulaði, brytjað
1 tsk kaffi duft
680g rjómaostur, við stofuhita
160g sykur
23g kakó
3 stór egg
1/2 tsk vanillu dropar
3 msk kahlua (eða annar líkjör eftir smekk)
Blandið saman súkkulaði go kaffidufti í skál. bræðið yfir vatnsbaði, hrærið reglulega, þar til súkkulaðið er mjúkt og bráði. Leggið til hliðar.
Myljið rjómaostinn gróflega niður í stórri hrærivela skál, bætið sykri og kakói  og hrærið saman þar til það hefur blandast vel, munið að  skrapa vel niður með hliðunum.
Bætið eggjunum einu í einu og hrærið í 30 sec eftir hvert áður en næsta er bætt við.
bætið vanillu og kahlúa, hrærið í ca eina mínutu eða svo, þar til allt er vel blandað saman.
Bætið nú brædda súkkulaðinu og hrærið í nokkrar mínurur í viðbót.
pakkið álfilmu utanum formið til að einangra það vel, (því við setjum formið í vatnsbað)
Hellið fyllingunni í kældann botinn, setjið formið í stærra og dýpra form. Hellið vatni í stærra formið til hálfs svo það verði vatnsbað. Setjið formin á bökunarplötu og bakið í 1 klst. Kælið ostakökuna alve. Kælið yfir nótt í ískáp.
Hellið súkkulaði ganache yfir (súkkulaði og rjómi brætt saman) og kælið aðeins.
setjið súkkulaði kúlur ofaná til skrauts, skerið í sneiðar og njótið.




Triple Chocolate Kahlua Cheesecake 
(makes one 7.5" cake)
Crust
285g chocolate cookies
25g sugar
5g cocoa
pinch of salt
85g unsalted butter, melted
Preheat oven to 175C.
Combine all the above ingredients (except for the butter) in a large bowl of a food processor. Pulse several times until mixture is finely ground.
Add the melted butter, pulse a few more seconds to combine.
Butter a 7.5" cake tin with a detachable base. Press the crust crumbs into the sides and bottom of the cake tin.
Bake for 10 minutes till slightly set. Set aside to cool. Keep the oven on in the meantime.

Filling
200g chocolate, chopped
1 tsp coffee powder
680g cream cheese, room temperature
160g sugar
23g cocoa
3 large eggs
1/2 tsp vanilla paste
3 tbsp kahlua (or other liquor of your choice)
Combine chocolate and coffee powder in a bowl. Place over double boiler over low heat, stirring once in a while, till the chocolate is smooth and melted. Set aside.
In a large mixing bowl, roughly dice the cream cheese into smaller pieces. Add sugar and cocoa and beat together till well combined, remembering to scrape the sides of the bowl in the process.
Add the eggs one at a time, beating for 30s till combined after each addition before adding the next.
Add the vanilla and kahlua, beat for another 1 minute or so till combined.
Add the melted chocolate, beat for another few minutes till mixture is homogenous.
Wrap the outside of the cake tin with aluminium foil. (This is for later when you place it in the water bath to prevent the crust from becoming soggy - which I forgot to do so only after I had added the hot water. *Cue round of cursing before I hastily lifted the cake tin out before lining the foil.)
Pour the filling into the cooled crust. Place the cake tin into a larger deeper pan. Pour hot water into the larger pan till half way mark so that it forms a water bath.
Carefully transfer large pan (containing the cake tin) to a baking tray. Bake for 1 hour, or till center is just set and slightly wobbly. Cool cheesecake completely. Chill overnight in fridge.
Slice and serve.

Myndir og uppskrift; vintagetrinkets.blogspot.sg

Kósý haust veisla

September 19, 2015
 Þessi árstíð býður nú ekki mikið uppá að við borðum úti eða förum í lautarferð hér á íslandi,
en þó koma dagar, eins og td nokkrir góðir núna að undanförnu þar sem vel væri hægt að búa sér til kósý stemningu úti, dekka upp borð innanum gróður í haustlitunum, bera fram létta rétti og ilja sér á rauðvíni og eplacider... munum bara eftir ullarteppunum.
Á The Glitter guide fann ég þessa kósý hauststemningu
.

Ilmandi kaffibolli á Konsúll kaffihús

September 18, 2015

 Ég átti erindi í bæinn í gær og þar sem veðrið var svona glimrandi fínt þá tók ég smá rölt um miðbæinn og rambaði inná nýlegt kaffihús við Aðalstræti, sem er í þessum gamla vintage stíl sem er svo vinæll í kaffihúsum í dag,
Svona samansafn af gömlum húsgögnum og heimilislegir munir á veggjum,  eiginlega eins og að bjóða gestum og gangandi inná gamalt Íslenskt heimili og er alveg að virka í kaffihúsamenningunni.
Jaa heillar mig að minsta kosti.

Konsúll Café and bar 1881

innlit í Ástralíu /// The Brisbane home of Rose Jensen-Holm and Dan James.

September 14, 2015

Við kíkjum í heimsókn til ástralíu þar sem parið er mikið listafólk og heimilið ber þess glöggt merki.

Döðlukakan mín á sætum sunnudegi

September 13, 2015
Nú er komið að haust-tiltektinni í sjálfri mér,
hreint mataræði og ekkert drasl....

Töff baðherbergi úr steipu og kalkstein

September 8, 2015

Góða helgi

September 4, 2015


Það er dásemdarveður í dag og af svölunum get ég  fylgst með miðbænum okkar lifna,
 en Ljósanótt, bæjarhátíð okkar hér í Reykjanesbæ,  er nú  gengin í garð.

Ekki amalegt að geta setið úti á svona fallegum föstudegi.

Eigið góða helgi.
Kær kveðja 
Stína Sæm


Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 

Auto Post Signature

Auto Post  Signature