Top Social

Vinnustofa listamanns // Vorkstudio of the Love warrior artist

February 28, 2015
Sara at Love Warriors has one of the most stunning studio I've ever seen,
raw and industrial chic style, with mild neutral earth tones, 
is completely in line with the grate art of Love Warriors.

ömmugullið gistir // my pressious has a sleepover

February 27, 2015
Íris Lind kom í pössun og gisti hjá ömmu og afa um síðustu helgi 
og við áttum voða góðar stundir saman eins og alltaf.

Hún sýndi okkur td hvar nebbinn er....

veifaði mömmu sinni bless með svona fínlegu konunglegu vinki


Svo á hún fullt af rosagóðum vinum hjá ömmu og afa,


Hér er lítil hnáta tilbúin í svefninn.


og svo rann upp nýr og góður dagur....


og sú stutta dúllaðist aðeins með kúrudúkkuna sína

Hver er mesta krúttið?

(uppskriftin af kúrudúkkunni fæst hjá Lilleliis.com)
 Essasú?

Það er alltaf tóm gleði að hafa þessa littlu dúllu hér hjá okkur og við erum svo heppin að fá að njóta hennar oft og mikið og núna er komin pabbahelgi svo amma veit af henni hér í næsta húsi alla helgina
en sonur minn býr í húsin hér á móti okkur, eins og ég hef áður komið að.
 (og við kíktum á hann hér)

Hafið það nú sem allra best
Kær kveðja
Amma Stína og Íris Lind

Bloomingwille spring 2015

February 26, 2015
Aftur til fortíðar á vori 2015,
Ljúfir litatónar innanum plöntur og plöntumunstur, fallegir blómastandar og hengipottar
og mikið úrval af bastvörum og hrá nátturuleg viðarhúsgögn.
Hljómar eins og lýsing á heimili frá áttunda eða níunda áratugnum, 
en er úrvalið í vor og sumarlistanum hjá Bloomingwille.

Við skulum kíkja aðeins á hvernig þeir kynna nýjustu sumarlínurnar, með fallegum og björtum myndum, listilega stílfærðum og lifandi. 

Teiknað um helgina

February 23, 2015

Ég tók við fb áskorun frá syni mínum um helgina um að teikna myndir og byrta daglega í 5 daga,
og þar sem ég hef lítið teiknað á fullorðinsárum.
þá tók það mig bara dálítinn tíma að ákveðja hvað myndefnið ætti að vera,
En svo dró ég fram litlu Amigurumi fígururnar sem ég heklaði fyrir ömmubarnið og ákvað að gera nokkrar barna myndir. 


Þannig að svona leit heimaskrifstofan mín út í gærkvöldi,
Krúttlegheitin alveg að taka yfir bloggaðstöðuna,
og ef ég verð frekar óvirk á netmiðlunum í vikunni þá vitiði hvað ég er að dunda við.

En það var nú gerð meira en bara að teikna um helgina,
litla ömmugullið gisti hjá ömmu og afa 
og svo gæddum við okkur að sjálfsögðu á girnilegu súkkulaði kökunni,
 þegar ég var loks búin að taka helling af myndum af henni og gera sunnudagsbloggpóst.
já það tekur stundum á að búa með bloggara.....
sérstaklega sem er að æfa sig að taka matarmyndir.
Sjáíð myndirnar hér ef þið kíktuð ekki í gær.



Vonandi komið þið endurnærð eftir góða helgi
Eigið góða viku
kær kveðja 
Stína Sæm



Sætur sunnudagur með súkkulaðiköku // chocolate cake on sweet sunday

February 22, 2015
Delicious 3 layer chocolate cake, 
decorated with life flowers, is ideal to celebrate this sunday.


Góða helgi

February 20, 2015
Nú er full ástæða til að fagna,
það er kominn föstudagur og daginn farið að lengja svo um munar hverja viku,



Það er svo notalegt að ganga inní helgina með hreint hús, 
blóm í vasa og að sjálfsögðu hveikt á kertum....


þó það sé nú varla þörf á kertaljósum lengur.


Hvítir túlípanar í vasa er í miklu uppáhaldi hjá mér,
eiginlega er ég bara rosalega hrifin af hvítum blómstrandi blómum yfirhöfuð á veturna,

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar,
og hafið það sem allra best.

Kær kveðja
Stína Sæm



kaffi og H&h

February 18, 2015
Ég hef tekið veðrinu síðustu daga fagnandi,
er ein af þeim sem elskar snjóinn
og því reyni ég að vera ekki of svekkt þó það rigni núna.
í staðin fyrir hvítann nýfallinn snjóinn er bara rok og rigning,
en þá er bara extra kósí að geta verið inni.

Blaða bara í gegnum nýjasta Hús og híbýli 
sötra á ilmandi kaffi og hafa það huggó.


Nú er ég bara þakklát fyrir að vera ekki þarna úti að ganga um bæinn í Elsu búning.
En vonandi eiga allir krakkar þarna úti góðann öskudag þrátt fyrir rok og rigningu.

Kær kveðja
Stína Sæm




krítartaflan

February 17, 2015

Muniði krítartöfluna sem ég gerði í eldhúsið um daginn?


Við bættum myndahillu á hana, til að geyma bakka, skillti og fleyra,
og bara til að stilla upp og skreyta.


Svo hefur litla ömmugullið ótrúlega gaman að því að fá að kríta,

Svona leit svo krítartaflan út stuttu síðar, þegar við vorum aðeins búin að fá smá útrás á henni,
 ég, sonur minn og lita ömmugullið.
Þetta ætlar að verða mjög vinsælt, 
bæði hjá ungum og aðeins eldri.

Eigið góðann dag
kær kveðja
Stína Sæm 

Bolludagur

February 16, 2015
 Bolludagurinn er í dag
og ég skellti á nokkrar vatnsdeigsbollur.

þeyttur rjómi, smá flórsykur, ávextir og súkkulaði glassúr.
Ég veit ekki...... þarf ég að segja eithvað fleyra um þessar bollur?
Eigum við ekki bara að njóta þeirra?









Bolla bolla bolla,
Eigið góðann bolludag.

Stína Sæm


Hvitt, svart og viður // black, white and wood, interior

February 14, 2015
Hér kemur annað heimili sem ljósmyndarinn Hans Mossel myndaði,
En í þetta sinn er heimilið allt hvítt, svart og með hárum hlílegum við og það finst mér líka svo einfalt og dásamlega fallegt.
Ég dáist að því þegar fólk er svona fókuserað í stíl sínum á heimilinu og heldur sig við sömu línuna og litaþemað. Dásamlega fallegt og stílhreint en þó svona vintage og hlílegt.
------------
Here comes another home photographed by Hans Mossel.
But this time the home is all white, black and with raw wood, so simple and beautiful.
I admire people that are so  focused in the style of their home and keeps the same style and color theme trough out the home. 
Gloriously beautiful and stylish, but also vintage and cozy.


hvítt en litríkt og fallegt heimili


Heimilið er hvítt í grunninn, búið mörgun fallegum, gömlum hvítmáluðum húsgögnum í bland við nokkur í lit og allt er þetta svo skreytt með litríkum og skemtilegum skrautmunum.
retro myndir og kort ásamt fjölbreyttum skrautpúðum,
  setur mikinn svip á þetta skemmtilega heimili.
Þá finst mér sérstaklega gaman að sjá hvernig gömlu rustic er blandað saman við skæra litina og þessar andstæður ganga svo vel upp.


föstudags drykkir

February 13, 2015
 Það er komin föstudagur og ég by mig undir að skreppa aðeins til Reykjavíkur í dag með syninum og litla ömmugullinu mínu.

Þá getur nú verið gott að fá sér einn orkuríkan og hollann drykk,
ekki veitir af áður en lagt er í föstudagsferð í höfuðborgina.


 Ég er enn í 30 daga grænni áskorun Netto,
og Instagram áskorun í leiðinni. 
En Instagram áskorunin er að taka 30 mismunandi myndir, af 30 drykkjum, í 30 daga
 og deila á Instagram. Ég hef nú ekki staðið mig sem skyldi alla daga svo þetta mun teigja sig eh lengur en 30 daga, en ég ætla að gera alla þessa 30 drykki,
 mynda og deila þeim.


Þið getið fylgst með eða followað Svo margt fallegt
 á Instagram

Eigið góðann föstudag
Kær kveðja
Stina Sæm



Nýmálað sófaborð

February 12, 2015

Ég hef átt Míru sófaborð úti í skúr í .... ja nokkur ár núna,
og loks lét ég verða að því að mála það núna í vikunni.



Borðið málaði ég hvítt og grátt með frábæru Milk paint málningunni og fékk svona gamla slitna áferð á það,
sem mér finst fara þessum húsgögnum svo vel.


Núna er gamli sjónvarpskápurinn minn komin með smá félagskap,
og þessum tveimur felögum semur bara mjög vel í stofunni hjá mér.


Ég á eftir að vaxa borðið en ég ætlaði aðeins að prufa það fyrst svona í tveimur litum og sjá til hvort ég vil hafa það svona eða alveg hvítt og jafnvel hvort mér finst það passa við sófann yfirhöfuð,
en það er bara svo gaman að breyta aðeins til.

Fyrir:

Hér er borðið áður, 
þið kannist nú við þessi borð er það ekki?
já og á þessari mynd sjáið þið inní leikherbergið mitt í kjallaranum, 
málað með grárri kalkmálningu...
Gráa skuggalega leikherbergið, 
þar sem ég plana að loka mig inni á næstunni, til að sinna minni ástíðu í lífinu.
Spannandi!


Eigið góðar stundir elskurnar
Kær kveðja 
Stína Sæm




litir í eldhúsinu // more colors in the kitchen

February 11, 2015

Eldhúsið í heild sinni

 er eithvað sem ég hef ekki mikið vera að byrta myndir af hér á blogginu.
Það er að mörgu leiti kósý, en er í tveimur litum, grænt og eik, eins og var svo mikið þegar húsið var gert upp, eik alls staðar á milli skápa og endaplöturnar líka og illa farin eikarplata blasti við þegar horft var inní eldhúsið....
og það fór í mínar allra fínustu. 
Svo ég dró loks fram svarta málningu og rúllu og á nótíme var ég komin með stóra krítartöflu í staðin fyrir ljóta eikarplötu. 
og vá mikið er ég nú sátt við það.


Svo til að bæta enn betur inní litaflóruna í eldhúsinu, þá málaði ég tvo af eldhússtólunum um daginn,



Þeir höfðu verið lakkaðir hvítir fyrir löngu síðan,
en nú er annar gulur og hinn einhvernvegin myntugrænn,
og júbb voða sátt við þá líka.

Borðið er hægt að stækka í 6 manna svo ég á fleyri stóla og get því haft bara hvíta við borðið og sett þessa tvo til hliðar, þegar þannig liggur á mér.




Já eldhúsið er svo sannarlega langt frá því að vera í hvíta stílnum,
það er að verða mikið meira litríkt og retro.


Svo við skulum bara halla okkur aftur með kaffibollann
 og njóta þess að lífið er í lit.


Eigið góðann dag gott fólk,
Kær kveðja 
Stína Sæm




Mánudagsblogg

February 9, 2015
Ég vaknaði snemma þennann mánudagsmorgun,
Settist við tölvuna og renndi yfir nýjustu bloggpóstana á blogglistanum mínum.

Mér finst það voða notalegt á meðan enn er dimmt úti,
 svo fer ég að taka til hendinni þegar fer að byrta,
Tek kanski einhverjar myndir til að nota á blogginu í vikunni,
Hér er komið nýtt eða nýmálað stofuborð og frúin málaði krítartöflu í eldhúsið.
og mér öllu nyju á heimilinu koma ný myndefni og ný tækifæri til að raða upp og leika sér.

Svo er ég með fullt herbergi af verkefnum til að mála,
Þannig að það ætti að vera nóg að gera í vikunni og eithvað til að blogga um.


Vonandi eigið þið góða viku,
Kær kveðja 
Stína Sæm



Morgunverður á Le Bon í Berlin // Breakfast at Le Bon, Berlin

February 7, 2015
Góðan daginn kæru vinir,
 eruð þið ekki ánægð með að það er komin helgi?
--------
Good day, dear friends, 
and are´nt you happy that it is a weekend?
Here we have just another coffe shop blogpost on a weekend

Ég væri til í að hafa þetta kaffihús í næsta nágrenni við mig og geta rölt þangað að fá mér morgunmat á laugardagsmorgni.
----------
I would like to have this cafe in mneighborhood and take a walk to get my breakfast on Saturday morning.










Le Bon , 
Boppstr.1, 10967 Berlin-Kreuzberg

Eigið góðan Laugardag,
kær kveðja
Stína Sæm


Auto Post Signature

Auto Post  Signature