Eldhúsið í heild sinni
er eithvað sem ég hef ekki mikið vera að byrta myndir af hér á blogginu.
Það er að mörgu leiti kósý, en er í tveimur litum, grænt og eik, eins og var svo mikið þegar húsið var gert upp, eik alls staðar á milli skápa og endaplöturnar líka og illa farin eikarplata blasti við þegar horft var inní eldhúsið....
og það fór í mínar allra fínustu.
Svo ég dró loks fram svarta málningu og rúllu og á nótíme var ég komin með stóra krítartöflu í staðin fyrir ljóta eikarplötu.
og vá mikið er ég nú sátt við það.
Svo til að bæta enn betur inní litaflóruna í eldhúsinu, þá málaði ég tvo af eldhússtólunum um daginn,
Þeir höfðu verið lakkaðir hvítir fyrir löngu síðan,
en nú er annar gulur og hinn einhvernvegin myntugrænn,
og júbb voða sátt við þá líka.
Borðið er hægt að stækka í 6 manna svo ég á fleyri stóla og get því haft bara hvíta við borðið og sett þessa tvo til hliðar, þegar þannig liggur á mér.
Já eldhúsið er svo sannarlega langt frá því að vera í hvíta stílnum,
það er að verða mikið meira litríkt og retro.
Svo við skulum bara halla okkur aftur með kaffibollann
og njóta þess að lífið er í lit.
Eigið góðann dag gott fólk,
Kær kveðja
Stína Sæm