Top Social

Hekluð kúrudúkka fyrir ömmu gullið // crochet amigururi cuddlydoll for my grandchild

June 26, 2014
Mig er búið að langa lengi í þessa krúttlegu kúrudúkku frá Lillelis... eða réttara sagt í uppskriftina svo ég geti heklað litla krúttið fyrir ömmustelpuna mína.
Svo ég pantaði loks uppskriftina og fékk góðar upplysingar og fullt af myndum,
 prentaði það út og hófst handa .
 og ekki leið á löngu þar til litla dúkkan var tilbúin enda uppskirftin einföld og fljótleg. 

og litla kúrudúkkan er algjört krútt,
mjúk og notaleg.
og hér er svo ömmustelpan mín hún Íris Lind, nýorðin 7 mánaða, brosmild og dugleg 
og hæstánægð með nýju dúkkuna sína,

En Jæja nóg komið af myndatöku, 
lítil mús þarf að komast af stað og skoða heiminn.

Uppskrift er frá Lillelis
og dúkkan hekluð úr bómullargarni frá söstrene grene með nál nr3





2 comments on "Hekluð kúrudúkka fyrir ömmu gullið // crochet amigururi cuddlydoll for my grandchild"
  1. Yndislega fallegt ömmubarn og mjög falleg heklaða dúkkan:
    knús Sif

    ReplyDelete
  2. Hún er svo mikið krútt og KJ og HB voru alveg dolfallinn yfir dúkkunni

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature