Eins og áður þá skellti ég í smá bakstur fyrir þjóthátíðardaginn,
en það er nauðsynlegt að eiga eithvað gott með kaffinu á 17 júni ef einhver skyldi droppa inn á leið úr skrúðgarðinum.
Að sjálfsögðu var skellt í eina hefðbundna gamaldags formköku,
og einn skjannahvítur marengs þeyttur,
svo fátt eitt sé nefnt.
Pavlova með jarðaberjum og bláberjum er sönn þjóðahátiðarterta í minum huga,
en ég man eftir mömmu koma með hana, fyrst til ömmu og afa á 17 júni og svo seinna hingað til mín.
Svo röltum við að sjáfsögðu aðeins í skrúðgarðinn og kíktum aðeins á skemmtunina í rigningunni,
og Íris Lind kom með í gamla hippanum hennar ömmu sinnar.
og þegar heim var komið beið okkar kaffihlaðborðið,
og þá var bara eftir að mynda veisluborðið..... og þennna myndarlega en svanga son minn :)
og skella vöfflunum í járnið (engin vöfflumynd í ár)
og hæhójibbýjei gjöriði svovel.
Njóta svo góðra stunda með dásamlega fólkinu mínu
og best af öllu er að fylgjast með þessum gullum leika sér
en hér eru systkynin Árni Freyr og Eva María að leika við ömmugullið mitt hana Írisi Lind.
Þvílíkir gimsteinar
Sástu myndasyrpuna með gamla dúkkuvagninum í gær?
sjáið það hér
Kær kveðja
Stína Sæm
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous