Bloggpóstur í máli og myndum, um heklað vagnteppi
Frá hugmynd til enda.
Þegar ég fékk þennann dásamlega gamla 70´s barnavagn, sem er af tegundinni Silvercross Berkley,
en gengur bara undir gælunafninu hippinn hér á heimilinu,
fanst mér alveg bráðnauðsýnlegt að hann þyrfti sitt eigið teppi, eithvað sem er í stil við þennann gamla fallega hippa.
En fyrst var ég með nokkur hekl verkefni á nálinni svo það þurfti að bíða aðeins.
Loks tók ég til hendinni og byrjaði á ömmudúllunum,
fyrsta dúllan var til reynslu og fékk ekki að vera með en svo gekk all vel.
Garnið er ullargarn, bæði afgangar og keypt í teppið,
grunnlitirnir eru brúnn, vinrauður, ljósbrúnn og hvítur,
svo var hinum ýmsu litum bætt við í nokkrar dúllur hver.
Alltaf var ljósbrúni liturinn síðastur.
Svo raðaði ég dúllunum reglulega á vagninn til að sjá hversu margar dúllur ég þyrfti, hvernig litirnir kæmu út og hvaða liti mætti bæta við osfr
Mér fanst að vísu verkefnið vera endalaust en eftir því sem þær urðu fleyri gekk þetta hraðar,
enda algjör byrjandi og notaði allt of litla nál ;)
Ég gerði 42 dúllur sem ég svo heklaði 4 og 4 saman með ljósa litlum.
Svo heklaði ég eina hvíta umferð utan um hverja fjóra og heklaði þær saman í leiðinni
(eins og kennt er í heklbók Þóru).
svona leit svo teppið út með alla ferninga komna saman,
áður en það er þvegið eru hvítu samskeytin frekar upphleypt eins og sést á myndinni en það lagast.
Eftir að vera þvegið og lagt til þerris.
Bara nokkuð snoturt ekki satt?
Ég valdi gula litinn í kannt utanum teppið,
fanst guli í teppinu njóta sín svo vel við vagninn.
Er hæst ánægð teppið og finst það vera gamla hippanum til mikillar prýði
Gott að hafa það þegar litla gullið mitt er í ömmuheimsókn og tekur stuttan blund inni.
(veit ekki hvernig ég færi að án þess að hafa vagninn til taks)
teppið fer vagninum vel en er líka hlítt og gott,
þegar litla gullið fer út að sofa af al-íslenskum sið.
Jæja þannig varð nú teppið til,
ekki amalegt hjá byrjanda!