Top Social

Gamalt sveitasetur rétt fyrir utan Paris

June 30, 2014

Þetta virðulega hús er byggt árið 1890 og þegar eigandinn fann húsið féll hún fyrir gler vinnustofunni og vissi strax að þarna ætti eldhúsið að vera.
Eldhúsið er opið og bjart, 

Stíllinn er nátturulegur, léttur og fallegur sveitastíll


Notalegt kósý horn,


Dásamleg borðstofan

Þessi kertakróna er alveg to die for



Svo er svona pínu bodern-design blandað saman við gamla sveita stílinn
 og þau komast alveg upp með það.

rómantískt og hlílegt svefnherbergið eins og allt húsið,
elska svona krumpað og frjálslegt lín á rúmum, virkar svo notalegt og kósý.
og að lokum baðherbergið....
ég segji bara já takk,
langar í svona.


Eigið góða viku frammundan
kær kveðja 
Stína Sæm
Allar myndir fengnar hjá; maison-deco.com



A beach cottage, coastal stile



Við fallega strönd í Ástralíu býr hún Sara með fjölskyldunni sinni í dásamlegu strandhúsi,
þar sem strandarstíllinn er heillandi og vintage. Skeljar og reipi , hvítmálaður viður og sægrænar glerflöskur eru meðal þess sem prýðir þetta fallega heimili. 

Sætur sunnudagur með Miss Klein og mojito ís uppskriftir --- sweet sunday with miss Klein and mojito ice cream recipes

June 29, 2014
Miss Klein setti saman 4 uppskriftir sem allar innihalda vissa tegund af mojito ís, að einhverju leiti.
Hún setti saman Ístertu með berjum, ískaldar muffins, frískandi drykk og girnilegt ananas panna cotta,
einstaklega girnilegar  uppskriftir
 og ekki er verra hvað myndirnar eru ótrúlega girnilegar og fallegar.


Miss Klein put together a few recipes for Lagnese come to be.
And for the brand new ice cream flavor Solero Mojito .
The recipes should not be designed around the ice all around,
but the ice should be an ingredient of each recipe.
She made a  ice cream cake with berries, icecold cupcakes, refressing drink and a delicious pineapple panna cotta.
very delicious recipes 
and it dos´nt  hurt that the photos are unbelievable beautiful .

Sumar inspiration: úti í garði

June 28, 2014
Ég hrífst óneitanlega af viltum og fallegum görðum, 
með fullt af  blómstrandi gróðri, óreglulegum stígum, rustic hlutum og notalegu afdrepi til að setjast niður og njóta augnabliksins.


tovestoogfirbeinte.blogspot.com

Hekluð kúrudúkka fyrir ömmu gullið // crochet amigururi cuddlydoll for my grandchild

June 26, 2014
Mig er búið að langa lengi í þessa krúttlegu kúrudúkku frá Lillelis... eða réttara sagt í uppskriftina svo ég geti heklað litla krúttið fyrir ömmustelpuna mína.
Svo ég pantaði loks uppskriftina og fékk góðar upplysingar og fullt af myndum,
 prentaði það út og hófst handa .
 og ekki leið á löngu þar til litla dúkkan var tilbúin enda uppskirftin einföld og fljótleg. 

og litla kúrudúkkan er algjört krútt,
mjúk og notaleg.
og hér er svo ömmustelpan mín hún Íris Lind, nýorðin 7 mánaða, brosmild og dugleg 
og hæstánægð með nýju dúkkuna sína,

En Jæja nóg komið af myndatöku, 
lítil mús þarf að komast af stað og skoða heiminn.

Uppskrift er frá Lillelis
og dúkkan hekluð úr bómullargarni frá söstrene grene með nál nr3





Heklað vagnteppi úr ömmudúllum // crochet granny square blanket for my vintage pram

June 25, 2014
Bloggpóstur í máli og myndum, um heklað vagnteppi 
  Frá hugmynd til enda.

Þegar ég fékk þennann dásamlega gamla 70´s barnavagn, sem er af tegundinni Silvercross Berkley, 
en gengur bara undir gælunafninu hippinn hér á heimilinu, 
fanst mér alveg bráðnauðsýnlegt að hann þyrfti sitt eigið teppi, eithvað sem er í stil við þennann gamla fallega hippa.
En fyrst var ég með nokkur hekl verkefni á nálinni svo það þurfti að bíða aðeins.
Loks tók ég til hendinni og byrjaði á ömmudúllunum,
fyrsta dúllan var til reynslu og fékk ekki að vera með en svo gekk all vel.
Garnið er ullargarn, bæði afgangar og keypt í teppið, 
grunnlitirnir eru brúnn, vinrauður, ljósbrúnn og hvítur,
svo var hinum ýmsu litum bætt við í nokkrar dúllur hver.
Alltaf var ljósbrúni liturinn síðastur.


Svo raðaði ég dúllunum reglulega á vagninn til að sjá hversu margar dúllur ég þyrfti, hvernig litirnir kæmu út og hvaða liti mætti bæta við osfr
Mér fanst að vísu verkefnið vera endalaust en eftir því sem þær urðu fleyri gekk þetta hraðar,
enda algjör byrjandi og notaði allt of litla nál ;)

Ég gerði 42 dúllur sem ég svo heklaði 4 og 4 saman með ljósa litlum.
Svo heklaði ég eina hvíta umferð utan um hverja fjóra og heklaði þær saman í leiðinni 
(eins og kennt er í heklbók Þóru).
svona leit svo teppið út með alla ferninga komna saman,
áður en það er þvegið eru hvítu samskeytin frekar upphleypt eins og sést á myndinni en það lagast.

Eftir að vera þvegið og lagt til þerris.
Bara nokkuð snoturt ekki satt?
Ég valdi gula litinn í kannt utanum teppið, 
fanst guli  í teppinu njóta sín svo vel við vagninn.


Er hæst ánægð teppið og finst það vera gamla hippanum til mikillar prýði
Gott að hafa það þegar litla gullið mitt er í ömmuheimsókn og tekur stuttan blund inni.
(veit ekki hvernig ég færi að án þess að hafa vagninn til taks)

teppið fer vagninum vel en er líka hlítt og gott,
 þegar litla gullið fer út að sofa af al-íslenskum sið.


Jæja þannig varð nú teppið til,
ekki amalegt hjá byrjanda!




Svo margt fallegt á góðum degi // so much beauty on a good day.... a tea party for two

June 24, 2014
Má bjóða þér kaffi eða te?
og smá bjútí með?

Bjartur dagur  ja  amk nóg dagsbyrta , blóm á borðum, fallegir bollar,
gott spjall og dagurinn er fullkominn.

Það er svo dásamlegt að hafa fallega hluti til að dáðst að og njóta,
eins og eitt lítið bleikt blóm,
og bara ekki hægt annað en að leifa ykkur að njóta þess með mér.
Fallega greengate skálin mín og dúkurinn sem ég fæ bara ekki leið á,
Svo margt fallegt sem hægt er að njóta á venjulegum sumardegi,
bara svona hversdags á þriðjudegi.
Munið að njóta dagsins.

Eigið góðann dag,
kær kveðja
Stína Sæm

Ný Bloggvika

June 23, 2014
Ég sit við tölvuna mína með kaffibollann og stílabókina og byrja nýja bloggviku,


Við byrjum vikuna á innliti eins og flesta aðra mánudaga.
Í dag kiktum við á tvö innlit í boði Boligpluss, tvö mjög ólik, en falleg heimili, sem heilluðu mig bæði á sinn ólika hátt.
Missið ekki af mánudags innlitinu

Í vikunni kíkjum við líka á smá handavinnu:
  Ég er  bæði búin að klára ömmuteppi í gamla 70´s Silver cross vagninn.

og svo fær litla ömmugullið mitt heklaða dúkku til að kúra með, 
sem bætist í heklaða amigurumi safnið, í herberginu hennar.

Einfaldar hversdagsmyndir munu eflaust læðast inn,
 en með nýja símanum mínum eru svona hversdagspóstar mun fljótlegri og einfaldari í vinnslu.

Að venju skoðum við fallegar sumarmyndir af netinu, 
en mér finnst alltaf dásamlegt að setja saman fallega sumarbloggpósta.... á sumrin að sjálfsögðu. 

Svo er ég komin með Instagram
 sem er eiginlega persónulegri viðbót við Svo margt fallegt.
úúújá loksins!!!
En ég er að verða voða duglega að setja inn myndir af því fallega sem ég er að njóta dagsdaglega.

og hvað segið þið um vikulegan instagram póst?
Í vikulokin.
Þar sem ég deili svipmyndum af Instagram í vikunni!
Eigum við ekki að nota þessi tól eins og hægt er?




Já vonandi eigum við eftir að eiga góða viku saman,
Hafið það sem allra best
kær kveðja 
Stína Sæm



mánudags heimsókn til Mariönnu

Marianne byður okkur í heimsókn á sitt draumaheimilið , sem hún hefur skreytt með púðum og fallegum hlutumm, munstrum og útskurði. 
Þar sem hvítt, svart og gyllt og brúnt gefur tóninn á draumkenndan hátt.
Svo úr verður nokkurskonar bohemiskur glamur stíll.









Sjarmerandi ekki satt?


Kær kveðja
Stína Sæm


mánudags heimsókn // monday house toure

 Mánudagsheimsóknin í dag er í fallegt sumarhús sem dönsk fjölskylda hefur innréttað í fallegum sænskum stíl.

Húsið sem er yfir 100 ára gamalt var áður bakarí  bæjarins en, hafði staðið autt í 10 ár áður en fjölskyldan keypti það árið 2007 og gerði það allt upp.

heimilið er allt hvítt í grunnin en húsgögnin, eins og þessi gömlu sænsku borðstofuhúsgögn sem fengust á markaði, fá að njóta sín í glaðlegum og fallegum litum.

Ikea eldhúsið passar vel með gömlum sjarmerandi munum, veggirnir í eldhúsinu voru svo illa farnir að það þurfti að setja nýjann panel á veggina, en það passar fullkomnlega inní gamla stílinn.

veggfóðið í eldhúsinu er eftirlíking af gömlu sænku veggfóðri, sjarmerandi og fallegt. Ðð

fallegur gamall skápur með vel völdum gersemum, lavender í potti, ávextir í skál og sjarmerandi kertastjakar mynda frjálslega og fallega uppstyllingu.


Húsgögnin eru öll fundin á flóamörkuðum og á veggjunum hanga myndir af börnunum í gömlum römmum og
dásamlega falleg hilla með gömlum fallegum munum.


Sænskur ofn , gamlar golfjalir og fallegir loftlistar gera húsið gamaldags og sjarmerandi

Fallegt saman



Takk fyrir innlitið
kær kveðja
Stína Sæm


Auto Post Signature

Auto Post  Signature