Top Social

Lagt á borð

September 12, 2013

Ég hef alltaf haft gaman að því að leggja á borð,
skreyta borðið  og skapa smá stemningu í kringum borðhaldið,
helst fyrir engann pening og með því sem til er á heimilinu og jafnvel því sem ég finn úti í nátturuni.




Um daginn heldum við örlitla villibráðarveislu hér heima,
og fyrir valinu urðu haustleg kertaglös sem ég á, krukkur og leifanrar af fallegum blönduðum blómvendi sem ég hafði fengið helgina áður. 

Ég einfaldlega klippti það sem eftir lifði af blómvendinum og setti í krukkurnar, 
sem ég hafði skreytt með  blúndu sem er svona skemmtilega grábrún á litinn svo hún passar fullkomnlega við uppáhalds hördúkinn minn.

borðdekkningin var svo bara ósköp einföld.....

......en sígild:
ég notaði Ikea diskana sem ég bara elska, alger dásemd, stórir og þungir í dáldið frönskum stíl,
 falleg, fíngerð og klassísk hnífapör
og tauserviettur í gamaldags hring

Nátturlegt og klassík,
 dásamlegar andstæður og alveg nákvæmlega eins og ég vil hafa það.

Maturinn var algjör dásemd og stemningin notaleg.
já lífið er ljúft!

Eigið góðar stundir.
kveðja,
Stína Sæm


4 comments on "Lagt á borð"

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature