Í fyrrahaust bloggaði ég um fallega bústað foreldra minna,
en þá gisti ég í hvíta herberginu,
og lék mér aðeins með það að gera kósý stemningu í herberginu með morgunverðarbakka sem við elsku mamma stílfærðum saman, og höfðum berjasultuna hennar í aðalhlutverki.
Um síðustu helgi fórum við svo í stutta heimsókn í bústaðinn og áttum þar góðar stundir.....
í þetta sinn vaknaði ég upp í þessu fallega herbergi,
og sjáið útsýnið sem ég vaknaði upp við!
Við vorum heppin með veður, það var milt og gott, svo hægt var að njóta þess besta sem dalurinn hefur uppá að bjóða.
ég elska það hvað pallurinn er umlukinn villtum gróðri,
og að sjálfsögðu settist ég út með kaffi og lesefni
Sumarblómin sem pabbi var að setja út njóta sín vel í fallegri nátturunni
frá pallinum liggur þessi sjarmerandi stígur um allann skóg
í skóginum hefur pabbi komið fyrir forláta bekk,
þar sem æðislegt er að setjast niður umlukin trágróðri, með besta útsýnið og fuglasögn í stereo.
já það er ljúft að vakna upp í sveitinni.
Spurning hvar ég vakna á morgun :)
Eigið góðann laugardag
kveðja
Stína
unaðslegt, einu orði sagt :)
ReplyDeleteKveðja Guðný Björg
Unaður! :)
ReplyDeleteDásamlegt að vakna þarna :-) Þvílíka paradísin !
ReplyDelete