Top Social

á sólríkum sunnudegi.

May 27, 2012
Dagurinn í dag var allt of sólríkur og góður til að vera inni að blogga,
Ég eyddi honum úti á palli, að sópa og taka til, henda rusli eftir veturinn og reyna að koma mér fyrir og gera pínu fínt.
Fór í smá brettaleiðangur, langar nefnilega  í sólbekk á pallinn, 
stefni svo á Ikea- og blómabúðaleiðangur í vikunni, verð vonandi komin með voða fínann pall um næstu helgi.

En milli þess sem ég reyndi að gera eithvað gagnlegt, dró ég framm hressingu fyrir okkur hjónin (hann Gunni minn gerði nú mun meira gang en ég þennann sólardaginn)
og fagnaði því í leiðinni að myndavelin er komin úr viðgerð, svo ég get haldið áfram að æfi mig að taka myndir af þessu einfalda hversdagslega í kringum mig. 
Er eiginlega farin að hafa pínu gaman að því og fer vonandi að fara framm i þeirri list.



Á morgun er svo planað að fara í barna afmæli í Öndverðarnesinu, þar sem spáir jafnvel enn betra veðri en var hér í dag, svo ég ætla að draga framm sumarkjól og tásuskó, setja upp sólgleraugun og brosa framan í lífið.
Eigið góðar stundir og munið að líta eftir því fallega sem lífið hefur uppá að bjóða
Stína Sæm



1 comment on "á sólríkum sunnudegi."
  1. Æðisleg mynd með alveg hreint truflaðri sumarstemningu og fallega skrifað hjá þér, þú vekur von um bjarta og létta tíma framundan :)
    Og já takk, endilega halda áfram að mynda ;)

    Með kærri kveðju að norðan!

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature