Þegar Kiddi frændi minn fæddist fyrir næstum því 5 árum síðan, var útbúið lítið og fallegt barnaherbergi fyrir hann

.....með hvítum fallegum húsgögnum og bangsimon og félögum.
og ég fékk að leika mér eins og ég vildi með pensilinn og notaði umhverfi þeirra félaga á rúmteppinu til að gera náttúru heim í herberginu, með blómum, fiðrildum og flugum.
þegar Kiddi stækkaði fékk hann svo annað herbergi og barnaherbergið beið tilbúið eftir að nýtt barn kæmi í heiminn
eins og ég sagði áður eignaðist ég svo litla frænku
og kvöldið fyrir heimkomuna var svo litunum í herberginu breytt, bleikum blómum og fiðrildum fjölgað og dót og föt sett í hillur og skúffur,......
......og Viktoría Rós flutti inn.

Svo flott hjá þér Stína
ReplyDeleteKv. Fríða
Ofsalega fallega málað hjá þér - yndislegt alveg :)
ReplyDelete