Niðri í kjallara hjá mér liggur venjulegt vörubretti á gólfinu.. nei ég er ekki að flytja eða stunda stórinnkaup.
En ég er komin út í húsgagnahönnun, eða endurnýtingu... eða bara draslasöfnun, kemur í ljós!
Hugmyndirnar eru út um allt finst mér.... eða er það bara ég sem sé vörubretti í öðruhverju bloggi núna þegar eitt svoleiðis er búið að standa niðri hjá mér í nokkrar vikur?
Amk sá ég eftirfarandi myndir bara núna í vikunni;
allt um hvernig við getum útbúið bekk fyrir pallinn hér
fargebarn |
Lífleg palla dýna á annars mjög nýtískulegum palli,
designhund |
og hér er heil húsgagnalína á pallinum.
Valeria |
Íslensk móðir og bakari með meiru í Noregi, endurnýjaði stofuborðið sitt.. barnvænt og flott.
Rosaliga |
og síðast en ekki síst rúmgafl á töff heimili sem er mikið í svona hráum og gömlum stíl.
Hvað finst ykkur?
Er þetta ekki bara frekar flott?
Kanski er bara töff að vera hagsýnn og endurnýta í dag, eða mér finst það amk ;)
takk fyrir innlitið og þið megið alveg skrifa komment svo ég sjái hver kíkir inn, það er svo gaman.
kveðja
ég er hæst ánægð með nýja borðið mitt enda ekki öllum borðum fært að þola 5 börn svo þetta kemur sér vel á mínum stóra heimili :)
ReplyDeletekv Svana Norge
Það er svoo róandi að lesa bloggið þitt....svona þegar allt er á hvolfi í fluttningunum ;-)
ReplyDeleteGeggjað flott :)
ReplyDelete