Top Social

Náttúrulegir Tónar í Innliti í Hollandi

September 30, 2017














Með tölvuna og kaffibollan í sumarbústaðnum

September 29, 2017

Í gærmorgun vaknaði ég upp í sól og blíðu í sumarbústað tengdaforeldra minna...


ég var aaaalein á ferð, 
byrjaði daginn á því að setjast út með morgunmatin og kaffibollan og drekka í mig fegurðina í haustinu.


Svo settist ég við borðið, með tölvuna og myndavelina 

og naut þess að vinna myndir sem ég hafði tekið á leiðinni, 
kosturinn við svona bloggstúss er nefnilega að það er hægt að gera hvar sem er í raun svo hvers vegna ekki að breyta til?


á borðinu stóðu fallegar rósir sem ég fékk að gjöf eftir námskeið sem ég hafði verið með kvöldið áður á Flúðum


og það er alveg ótrúlegt hversu dásamlegt það er að sinna myndvinslu í nýju og fersku umhvefi umvafin fegurð..... og með takmarkað netsamband.



útsýnið og birtan á þessum fallega degi var vítamínsprauta sem veitti mér ómældan skapandi innblástur.



Umhverfið  er falleg víðátta  sem varð hreinlega að listaverki þegar sólin lýsti upp haustlaufið,
svo það var ekki annað hægt en að stíga út fyrir og njóta þess sem dagurinn hafði uppá að bjóða.



Birkigreinar sem hafa lokið sínu hlutverki mynda fallegan kontrast við litina í umhverfinu.. eins og náttúrulegur skúlptúr.


En svo var tímabært að halda heim á leið aftur eftir dásamlegan dag og með fyrirheit um að eiga fleyri svona daga, útí sveit í náttúruni með myndavelina og tölvuna með mér
að njóta og deila.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Glæsilegt Svart Heimili í Lítilli Íbúð

September 25, 2017

Glæsileg Íbúð í Gautabort

Innlitið í dag er í tæplega 200fm íbúð í Gautaborg þar sem glæsileikin er yfrburðar, með skrautlistum, fulningum,brjóstpanel og rósettum, einstökum munum og glæsilegu innbúi. 


Litur mánaðarins Shutter Gray

September 20, 2017

Í September ætlum við að kynnast milda og fágaða litnum Shutter gray aðeins betur...

Gylltur gæsileiki frá Greengate / haust 2017

September 19, 2017
Við ætlum að skoða nokkrar glæsilegar dásemdir úr vetrar listanum frá Greengate....
Greengate er einstaklega glæsilegt í ár með svörtum, gylltum og gráum línum sem nær svo einstökum glæsibrag með antik bleika litnum og mjúku flaueli og glamúr.

Mig langar til að benda á að Litla Garðbúðin er með mikið úrval af Greengate áður en við höldum áfram.

En skoðum nú allar undurfallegu myndirnar sem heilla mig í nýja listanum:


Dásamlega kvennlegt og glæsilegt í svörtu, gylltu og bleiku....

Beeswax.... hreina bíflugnavaxið okkar

September 12, 2017
Varan sem ég ætla að kynna fyrir ykkur í dag er vörn sem er alveg hrein og náttúruleg afurð.

Innlit í Hlýlegt Sveitasetur í Danmörku

September 11, 2017


Innlit á Bjart og Fallegt Heimili


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Haust stemning með Vibeke og MMS Milk Paint

September 10, 2017
 Vibeke er Norskur bloggari sem ég hef fylgst með lengi og dáðst að myndunum hennar og sveitalegum stílnum hennar í mörg ár...

...síðasta sumar  sá ég svo mér til ánægju bloggpósta þar sem hún var að mála húsgögnin sín með milk paint og hún nær alveg einstaklega fallegri flagnaðri áferð, þannig að húsgögnin hennar virka eins og gömul margmáluð húsgögn sem smellpassar við gamlann og sveitalegann stílinn hjá henni, eins og þetta fallega borð sem hún málaði með  litnum okkar Bergere, 



Bergere er mildur og frekar muskulegur blár litur sem er án vafa minn uppáhalds af öllum bláu litunum, en hann er svo ótrúlega mildur og hlílegur.


Bæði hlöðudyrnar og fallega borðið hennar er bara dásamlegt svona með haustlitunum


og vá sjáið bara hvað hún er mikill snillingur í að skapa fallega stemningu.


og nú hefur Vibeke slegist í lið með okkur og tekið að sér að taka myndir fyrir Miss mustard seed´s milk paint,


Myndir sem ég er svo ánægð og spent að geta notað til að deila með ykkur upplysingum og fróðleik um milk paint. 
En fallegar myndir eru jú algjört lykil atriði hér á svo margt fallegt að sjálfsögðu,
svo að ég datt  nú aldeilis í lukkupottin hér.

og svo þegar allt er orðið svona fínt og flott úti er bara haldin veisla.
Sjáið enn fleyri myndir frá haustborðhaldi Vibeke hér

Bloggið hennar er hér: vibekedesign.blogspot.com
og svo eru fallegu myndirnar og bloggpóstarnir á facebook.com líka.

með haustkveðju
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Auto Post Signature

Auto Post  Signature