Top Social

Haust stemning með Vibeke og MMS Milk Paint

September 10, 2017
 Vibeke er Norskur bloggari sem ég hef fylgst með lengi og dáðst að myndunum hennar og sveitalegum stílnum hennar í mörg ár...

...síðasta sumar  sá ég svo mér til ánægju bloggpósta þar sem hún var að mála húsgögnin sín með milk paint og hún nær alveg einstaklega fallegri flagnaðri áferð, þannig að húsgögnin hennar virka eins og gömul margmáluð húsgögn sem smellpassar við gamlann og sveitalegann stílinn hjá henni, eins og þetta fallega borð sem hún málaði með  litnum okkar Bergere, 



Bergere er mildur og frekar muskulegur blár litur sem er án vafa minn uppáhalds af öllum bláu litunum, en hann er svo ótrúlega mildur og hlílegur.


Bæði hlöðudyrnar og fallega borðið hennar er bara dásamlegt svona með haustlitunum


og vá sjáið bara hvað hún er mikill snillingur í að skapa fallega stemningu.


og nú hefur Vibeke slegist í lið með okkur og tekið að sér að taka myndir fyrir Miss mustard seed´s milk paint,


Myndir sem ég er svo ánægð og spent að geta notað til að deila með ykkur upplysingum og fróðleik um milk paint. 
En fallegar myndir eru jú algjört lykil atriði hér á svo margt fallegt að sjálfsögðu,
svo að ég datt  nú aldeilis í lukkupottin hér.

og svo þegar allt er orðið svona fínt og flott úti er bara haldin veisla.
Sjáið enn fleyri myndir frá haustborðhaldi Vibeke hér

Bloggið hennar er hér: vibekedesign.blogspot.com
og svo eru fallegu myndirnar og bloggpóstarnir á facebook.com líka.

með haustkveðju
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature