Top Social

Vara mánaðarins í Febrúar - Hamp olían

February 22, 2017

Hamp Olían.......

er vara mánaðarins í febrúar svo við ætlum að kynnst  henni aðeins betur í dag.
Hvernig líst ykkur á það?

Þessi olía er alveg hrein náttúruleg hamp olía.
Er  góð vörn og  veitir vatnshelt yfirborð á nýjan við, sem er hrár,  bæsaður eða málaður með Milk paint. 


Það hvernig hún frískar við gamlan við, dregur fram hlíleikann og karakterinn er virkilega ótrúlegt.... 
og hún er ekki einhæf. Hún getur endurnýjað gamlann við,  málm,  steypujárn (cast iron) og leður.
Þú getur notað hana til að verja viðargólf, borðplötur og þar sem hún er æt, er hun alveg tilvalin í eldhúsið til að verja og næra viðar áhöld, skálar, skurðarbretti eða steipujárns-potta og pönnur. 



Mig langar til að segja ykkur aðeins meira  frá Hampolíuni okkar  sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér sem vörn yfir mjólkurmálninguna, sérstaklega þegar ég mála yfir berann við, þar sem olían smýgur ekki aðeins ofan í málninguna  og gerir hana vatnshelda, heldur drekkur hún sig líka ofaní viðinn og nærir hann. smýgur inn og verndar að innan og utan,  skilur ekki eftir filmu á yfirborðinu sem mun flagna eða rispast.

 En ég verð að segja að  ég nota líka olíuna þegar ég mála aðra fleti, eins og gömul viðarhúsgögn sem hafa verið lökkuð eða varin áður. þá yfirleitt pússa ég yfirborðið aðeins til að  fá grip og opna um leið viðinn og ver svo málninguna með  olíuni. 


Olían gefur okkur ekki bara mjög náttúrulegt og mjúkt yfirborð, 
hún líka dregur fram litinn og við fáum mun dýpri og dekkri lit svo ég vel hana gjarnan yfir dökku litina okkar eins og Typewriter.

Typewriter og hampolían eru frábær saman og gefa fallegum hlutum alveg sérstakan virðurleik og dýpt ......



Eins og þið sjáið er ég ótrúlega hrifin af olíuni yfir Typewriter,  þó ég velji líka vaxið þegar mér finst það eiga betur við en þetta eru
 mín allra uppáhalds verkefni. 



Notkun: yfirborðið þarf að vera hreint og þurrt. Berið þunnt lag af olíu á með hreinum klút. Nuddið varlega þar til hún smygur inní viðinn eða málninguna. 
Fyrir meiri glans eða vörn, berið á 2-4 umferðir. Látið þorna í 2 klst milli umferða og þurkið alla extra olíu eftir 12 tíma. Það getur tekið hlutinn nokkra daga að jafna sig alveg. Til að viðhalda vörninni, berið á annað hvert ár eða eftir þörfum. 
Til að laga rispur, pússið gallann létt niður og berið olíuna á aftur. 
Þrífið áhöld með volgu sápuvatni.





ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature