Top Social

Framkvæmdir hjá syni mínum, myndir fyrir og á meðan

February 11, 2017

Mig langar til að deila með ykkur smá framkvæmdum sem eru í gangi  í næsta húsi.
(ég vara við að pósturinn verður kanski frekar langur og innihlegur fullt af mynum af óreiðu ;) 
En fyrst skulum við aðeins rifja upp:

Sonur minn og ömmudúllan fluttu í næsta hús við okkur fyrir tveimur árum .....
Hér eru þau með lyklana að nýja húsinu sínu.

Sjáið meira af nýja húsinu: Nýju nágrannarnir mínir



og svo kíktum við yfir til hans og sáum hvernig gekk að koma sér fyrir
 stuttu síðar.
Þið sjáið það hér: Kíkt yfir í næsta hús.

Núna ætlum við að kíkja yfir aftur og sjá hvað er í gangi:


Neðri hæðin hjá honum skiptist í tvennt: stofan var að framanverðu og eldhús og borðstofa baka til.
Svo að veggur skipti ríminu alveg eftir endilöngu og tvö dyraop voru úr forstofuni.
en svo í vetur ákvða hann að ráðast í að opna eldhúsið inní stofu 


Byrjaður að brjóta niður vegginn og hér sjáum við að úr forstofuni eru tvö dyraop, eitt inní  stofu og annað inní eldhús....
og svo var þetta eins og svo oft í þessum húsum hér áður fyrr að gengið var úr eldhúsinu inni innra herbergið.


og  úr eldhúsinu erum við farin að kíkja inní stofu,
sjáum þetta sama sjónahorn aftur hér neðar í póstinum.


húsbóndinn sjálfur

 og þegar búið var að opna alveg inní eldhús og bara bitarnri eftir.... og vá hvða mér finst þeir gamlir og flottir


nóg að gera!


Á veggjunum voru allskonar klæðningar, frá hinm og þessum tímabilum. Engin gamall orginal panill sem gaman hefði verið að halda. svo gömlu-allskonar klæðningunum var skipt út fyrir slétta og hreina gifsveggi.


Eldhusið farið (það sem var heilt var gefið og endurnýtt) og búið að loka inní herbergið við hliðina, sem var borðstofa en verður sjónvarpshol.


nýjir og sléttir veggir.

Allt að gerast. 

ótrúlegur munur að opna svona á milli og dyraopin tvö orðin að einu stóru opnu opi úr forstofuni.


úr forstofuni og inní stofu.... 
sama sjónarhorn og við sáum ofar í gegnum hálfbroftinn veggin


Búið að mála, taka til og þrífa.... nýjir gólf og loftlistar væntanlegir


Húsgögnin komin á sinn stað


og þarna... sjáið hús nágrannans?
ekki langt fyrir okkur að fara.

Nú er komið að eldhúsinu, stofan er orðin stútfull af kössum og helgin mun fara í að setja upp nýtt eldhús....
Þið getið addað Svo margt fallegt á snappchat 
og fylgst með eldhúsinu verða til og hvernig heimilið tekur á sig mynd_hjá feðginunum í næsta húsi.

og svo læði ég kanski einni mynd eða fleyrum inná Svo margt fallegt fb síðuna.
Svo fylgist með.


Stína Sæm





ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
2 comments on "Framkvæmdir hjá syni mínum, myndir fyrir og á meðan"
  1. Ég er mjög spennt að sjá nýtt eldhús :) Sýnist við hafa hætt við að mála eldhúsið okkar og vera á leiðinni að kaupa nýtt ;) Langar nú samt að koma og kíkja á milk paint hjá þér við tækifæri :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. ja vertu bara velkomin hvenær sem þú ert á svæðinu :)

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature