Ein af stóru spurningunum.....
Hver er munurinn á milk paint, chalk paint og kalkmálningu?
Í fyrsta lagi þá eru það þrjár algjörlega sitthver gerðin af málningu.
Athugið að chalk paint og kalkmálning er ekki sama málningin.
þessar tvær eru í raun gjörólíkar. önnur er gerð úr kalksteini, hin er nefnd chalk þvi hún er með þurrt "chalky" yfirborð, en oftast eru báðar kallaðar kalkmálning á Íslensku sem getur valdið miklum miskilningi. (chalk paint er sú málning sem við fáum í föndurbúðum hér á landi, td frá Folk-art eða Mörtu Steward... svo ég viti til) svo ég mun tala um chalk málningu í þessum bloggpósti til að aðgreina þær í staðin fyrir að þýða nafnið (chalk þýðir í raun krít frekar en kalk)
ókei! eruð þið með mér?!
ókei! eruð þið með mér?!
sem eru tvær algengar tegundir til að mála og gera upp húsgögn í Ameríku.
En upplýsingarnar um chalk paint eiga í flestum tilfellum alls ekki við um hina orginal kalkmálningu.... svo munið...ekki rugla því saman. ókei?
Núna hefur svo mjólkurmálningin bæst við sem enn einn spennandi kostur hér á landi
og hér er listi yfir það sem er líkt og frábrugðið með mjólkurmálningu vs chalk paint og kalkmálningu.
Allar tegundirnar hafa sína kosti og galla og geta verið notaðar á ólíkan máta og gott er að þekkja munin þegar velja á réttu málninguna í sitt verkefni.
- Mjólkur málning kemur í duftformi og þarf að blanda við vatn. Chalk gerð af málningu er seld í venjulegu fljótandi formi. Kalkmálningu er líka hægt að fá í duftformi.
- Mjólkur málning og kalkmálning eru ævaforn náttúruleg gerð af málningu. Chalk paint er tiltölulega ný gerð af málningu oftast akríl málning í grunnninn.
- Mjólkur málning bindur sig vel við hrátt og matt yfirborð eins og hrein viðarhúsgögn, leir eða stein. Bættu Bindiefninu við milk paint og hún bindur sig við áður unnið og glansandi yfirborð án þess að þurfa að grunna eða létt yfirferð með sandpappír til að rispa yfirborðið mun líka hjálpa málninguni að binda sig. Chalk gerðir af málningu hafa frábæra viðloðun við allflest yfirborð án bindiefnis. Kalkmálning þarf smá udirúning og mælt er með að grunna áður unnið yfirborð.
- Mjólkur málning sýnir viðaræðarnar í gegnum málninguna í flestum tilfellum og getur einnig verið notuð sem bæs. Chalk gerð af málningu er þykkari og þekur yfirleitt viðaræðarnar.
- Mjólkur málning getur verið sjúskuð niður og/eða sprungin og bregst við sumu yfirborði með því að flagna og fá einstakt gamalt flagnað útlit (chippy look). Kalkmálningu og Chalk gerðir af málningu er líka auðvelt að sjúska niður en munu ekki flagna.
- Mjólkur málning er 100% náttúruleg málning, án allra aukaefna sem er algjörlega umhverfisvæn og eiturefnalaus. Það er Kalkmálning líka.
- Mjólkur málning er nefnd eftir einu af hráefnunum,casein sem er mjólkurprótein, önnur hráefni eru krít (chalk), kalksteinn, leir og litarefni. Kalkmálning ber sitt nafn því hún er unnin úr kalkstein (limestone).... Chalk málning er akríl málning með matri "chalky" áferð.
- Mjólkur málning og chalk gerðir af málningu eru oftast notaðar til að mála húsgögn, en hinsvegar er líka hægt að mála veggi með mjólkurmálningu. Algengara er að nota Kalkmálningu á veggi og er ævagömul hefð fyrir því í Evrópu að mála hús með kalkmálningu, hinsvegar er hún líka tilvalin til að mála húsgögn ofl.
Vonandi er þessi upptalning hjálpleg og gagnleg.
Hún er eins og segir að mestu þydd og svo bætt við eftir mínum upplýsingum og ég vona að ég hafi komið því rétt til skila.
Hún er eins og segir að mestu þydd og svo bætt við eftir mínum upplýsingum og ég vona að ég hafi komið því rétt til skila.
Sjálf hef ég málað bæði húsgögn og veggi með Kalkmálningu frá Kalklitir og finst sú málning ótrúlega heillandi og sjarmerandi á veggi, með alveg einstaka áferð og litatóna.
minnir mig á múraða áferð og allur kjallarinn hjá mér er kalkmálaður.
minnir mig á múraða áferð og allur kjallarinn hjá mér er kalkmálaður.
Á húsgögn get ég ekki hugsað mér annað en mjólkurmálningu, finst áferðin alveg einstök og fjölbreytileiki málningarinnar gera það svo ótrúlega gaman að vinna með hana. þessar tvær eru að mínu mati ótrúlega ólíkar og ég vel þær í ólíkum tilgangi og fyrir ólíkt útlit en báðar náttúrulegar og svo dásamlega gamaldags.
Ég vona að það hafi verið einhver hjálp í þessum bloggpósti,
og ef það eru fleyri spurningar sem vakna um mjólkur-málninguna þá er fullt af öðrum spurningum og svörum að finna í Spurt og Svarað á blogginu
Með bestu kveðju
Stína Sæm
og ef það eru fleyri spurningar sem vakna um mjólkur-málninguna þá er fullt af öðrum spurningum og svörum að finna í Spurt og Svarað á blogginu
Með bestu kveðju
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous