Við kíktum í Skorradalinn til pabba og Kathy síðustu helgi með Írisi Lind svo hún kæmist amk einu sinni áður en hún færi í ársheimsókn til danmerkur.
Sveitin hans pabba er engu lík, með þéttum birkiskógi, dásamlegum viltum gróðri og allt í kring er svo heljarinnar berjaland
Ég elska það að labba um skóginn og sjá íslensku viltu blómin vaxa í skógarbotninum
Þetta er svona hrein græn orka fyrir sálina.
og svo þarf hreina orku fyrir kroppinn...
litla krúttið fylgdist spennt með langafa Sæma baka pönnukökur
Það er dásamlegt að fá nýbakaðar gamaldags pönnukökur í sveitinni....
Svona alvöru með fullt af sykri yummmmm
Þessi slakar síðan á og horfir á sjónvarpið í lok dagsins.
og það er dásamlegt að vakna svo upp í fallega hvita herberginu á sunnudagsmorgni...
með þetta fallega útsýni yfir Skorradalsvatnið.
Sunnudagsbrönsinn klikkaði ekki í sveitinni frekar en pönnukökurnar:
rjúkadi heit egg........
og ilmadi og gott steikt beikon, kartöflur og ristað rauð.
Góð byrjun á deginum.
og svo var farið út að njóta náttúrunar.
Þessi gamli sjarmur var fluttur í bústaðinn löngu á undan mömmu og pabba,
en pabbi fann hann einhverstaðar og bjargaði þegar hann var að byggja húsið og vantaði eithvað að sitja á þegar hann tók sér kaffipásur frá vinnu.
Núna vaktar hann trampolínið
Litla gullið hefði getað verið allann daginn á trampolíninu...
og þarna er lítill ævintýraróló í felum inní birkiskóginum
Litla frosen prinsessan mín í rauðum gúmmítúttum úti í skógi
gæti amman verið meira heilluð af þessari krúttbombu?
það er líka gaman að skoða gamlar myndir af íris lind í Skorradalnum í þessum 2ja ára bloggpósti.
og við rólóinn er annar gamall sjarmur svo hægt sé að tilla sér meðan ungarnri leika
Bjútífúl!!
Svo áður en haldið var heim á leið sat 'Iris Lind með pabba og Kathy uppí brekku og dáðist að útsýninu
"Amma sjáðu sveitina"
því miður tók ég ekki mynd af ótrúlega fallega útsýninu sem þau voru að horfa á,
en hér er mynd af útsýninu frá
gömlum bloggpósti,
Alla áður byrta bloggpósta úr Skorradalnum getið þið séð
hér
Eigið góða helgi, njótið sumarsis og sjáið fegurðina í hverju strái og litlu villiblómi sem vex og dafnar í byrtunni.
Takk innilega fyrir innlitið og hafið það sem allra best í dag.
Stínnna Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.