Top Social

Hugmyndir til að gera kósý á litlum jafnt sem stórum svölum í sumar.

July 22, 2016

Ég hef lengi ætlað að gera bloggpóst með fallegum og notalegum svölum sem ég rekst á á netinu og þá sérstalega eru svalirnar á Sænsku fasteignavefunum að heilla mig
 og ekki er verra að auðvelt er að sækja þann stíl til Sænska vinar okkar í Garðabænum.


En ég vara ykkur við; 
þegar loks kom að því að velja myndir í þennann póst, missti ég mig aðeins og úr varð langur listi af kósý og huggulegheitum úti á svölum 
Svo ég mæli með að þið náið ykkur í kaffibolla og uppáhalds súkkulaðið og komið ykkur vel fyrir við tölvuskjáinn.


Sumir eru heppnir og eru með mikið útisvæði með palli og stórum ræktalegum garði, 
algera sumarparadís, 
en svo eru aðrir sem þurfa að láta sér svalirnar nægja,
 En hvort sem það eru stórar og góðar eða litlar blokkarsvalir þá er vel hægt að gera þær að ykkar eigi sumarparadís, það eina sem þarf er stóll og lítið borð, slatti af plöntum eða sumarlómum, púðar og notaleg motta eða timburklæðning.



fantasticfrank.wordpress.com/


fantasticfrank.wordpress.com

fantasticfrank.se



Blómstradi Hortensia, gólfmotta og púðar í stíl, hlílegt teppi og trékassar.....
 og þú ert með þetta.

Add caption
Dásamleg aðstaða á svöluum og ekki skemmir gullregnið sem blómstrar þarna fyrir utan.

fantasticfrank.wordpress.com



Ef þú ert pínu bóhem í þér þá er í dag auðvelt að finna basthúsgögn og mottur í verlunum, litríka tekstílpúða og alltaf eru lessaðir kettirnir að leita að heimili.
 já svo eru það plönturnar því meira því betra.

Tveir trebekkir úr ikea, sessur og púðar og motta á gólfið...
meira þarf ekki á litlu svalirnar þínar.





Munstruð mottann gerir hér kraftaverkið





Ef svalirnar eru mjóar og lagar eru bekkir allskonar, alveg snilldar lausn



ég væri alveg til í svona útsýi af mínum svölum.


Hér er skemmtileg hugmynd fyrir þá sem eru að rækta kryddjurtir á svölunum.


Kaffibollinn og teppið er nauðsyn.

Huggulegt.



Sniðugt að gera stórann opnanlegan glugga eða dyr uppi á efri hæðum þó engar séu svalirnar og setja svala handrið fyrir.... 
Hversvega í ósköpunum er ekki meira um þetta hér hjá okkur? 
þá væri hægt að sitja inni við opnar svaladyr á góðum degi


 Með því að setja trekassa og kolla undir plönnturnar byggirðu upp og gerir meira út blómunum á pallinum.

og nú er orðið tímabært að tína út luktirnar og kveikja á kertum á kvöldin til að auka á stemninguna á svölunum

þessar myndir og svo mikið meira finnurðu á:
Síðustu 15 myndirnar eru allar frá: 

Ég þakka ykkur fyrir innlitið og óska ykkur góðrar helgar
kær kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
3 comments on "Hugmyndir til að gera kósý á litlum jafnt sem stórum svölum í sumar. "
  1. Svo mikið af krúttaralegum svölum :) Nú bý ég við það lúxusvandamál að pallurinn minn í kringum húsið er of stór of því erfitt að gera hann kósý....þyrfti svo mikið af húsgögnum og dóti...hehe.....væri alveg til í minni pall !!

    kv
    Kristín

    ReplyDelete
  2. Backlinks are very important for the success of a website. Creating backlinks is just the start. The main struggle comes when one tries to increase backlinks. Just creating a couple of high trust flow blog commentswill not bring in traffic nor will it help the PR of the website. For those who are not aware, PR or PageRank determines where the website stands in terms of reputation and credibility. There are a set of algorithms used by Google to determine the PR of a particular site.

    ReplyDelete
  3. An online business requires good amount of traffic to sustain. Regardless of how great your products or service is, it has no value if high citation flow backlinksare unaware about it. Hence, it is necessary to guide Internet surfers to your site, which gives information about your online business.

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature