Eins og einhverjir tóku kanski eftir á fb síðu Svo Margt Fallegt, þá tókum við systurnar smá vinnuferð á Þingvelli um daginn, en þar á systir mín gamlann og sjarmerandi bústað á alveg hreint dásamlegum stað með útsýni yfir vatnið... og allt í kring.
Bústaðurinn var málaður að innan í vetur og skipt um innréttingu í eldhúsinu og nú beið hann bara tilbúin en hrár eftir að við kæmum og dittuðum aðeins að og gerðum hann að notalegu hreiðri fyrir fjölskylduna.
Myndirnar frá vikunni eru æði margar og efni í nokkra pósta, ég ætlaði að byrja á myndum af verkinu í heild og svo einstaka verkefnum en ég ákvað að byrja frekar á því að sýna ykkur gamla stofuborðið sem hún keypti fyrir bústaðinn, í Kompuni hér í Reykjanesbæ,
og okkur fanst alveg kalla á smá yfirhalningu,
en þetta er gömul frú sem má muna fífil sinn fegri.
Þessi elska var farin að láta vel á sjá og við leifðum bara rispum og misfellum að vera, enda segja þær að hún á sér einhverja sögu.
en þetta er gömul frú sem má muna fífil sinn fegri.
Þessi elska var farin að láta vel á sjá og við leifðum bara rispum og misfellum að vera, enda segja þær að hún á sér einhverja sögu.
Ég skellti smá málningu á hana um nóttina.....
að mála með svartri málningu um hánótt, í bústað sem er ekki er enn með öll ljós tengd er kanski ekki besta hugmynd.
amk þörf á að skoða verkið í dagsbyrtu áður en lögð er lokahönd á það.
Ég notaði Typewryter sem er svarti liturinn í Milk paint línunni frá Miss mustard seeds og líklega hægt að segja að sé mestseldi liturinn hjá mér.
Það voru nú nokkur önnur verkefni í gangi..... og nei ekki allt málað svart.
En við ætlum að halda okkur við gömlu frúnna í þessum bloggpósti og svörtu málninguna
Það þurfti auðvitað að máta hana á sínum stað og eins og sést vel á þessari mynd þá verður Typewriter mjög grár og mattur þegar málninginn þornar,
en það á eftir að breytast....
en það á eftir að breytast....
Ég valdi að verja málninguna með Hempolíuni og nota aðferð sem við köllum "wet sanding" ég ber olíuna á með tusku áður en ég pússa yfir málninngua og pússa svo yfir með fínum sandpapír meðan olían er blaut. þannig smootha ég til málninguna og hún verður alveg silki mjúk og falleg.
Fína frúin kominn aftur á sinn stað
Við leifðum viðnum að skína örlítið í gegn hér og þar og sérstaklega á slitflötum með því að pússa það aðeins til, enda vildum við að hún beri aldurinn með stolti.
fallegt á öllum hliðum.
Svona fín frú er auðvitað mynduð í bak og fyrir.
okkur finst svart klæða þessa elsku alveg einstaklega vel,
hún verður svo virðuleg og falleg svona.
og svo var kveikt upp í kamínuni og
...... sest niður
og notið dvalarinar þegar allt var orðið klárt.
Hér er stofan eins og hún leit út þegar við fórum heim, takið eftir ljósunum sem húsbóndin föndraði. Mér finst þau algjört æði og svo sannarlega punktutinn yfir i-ið
Það er alveg ótrúlega gaman að fá tækifæri til að hjálpa til við svona verkefni, fá að dvelja á meðan í Íslenskri nátturuparadís, njóta þessa að vera með ástvinum og sjá svona fallegt hreiður verða til og mótast.
Það er alveg ótrúlega gaman að fá tækifæri til að hjálpa til við svona verkefni, fá að dvelja á meðan í Íslenskri nátturuparadís, njóta þessa að vera með ástvinum og sjá svona fallegt hreiður verða til og mótast.
Langar ykkur til að sjá meira af bústaðum?
Við ætlum að skoða fleyri verkefni og svo ætla ég að birta innlit í bústaðinn í heild sinni.
Hvernig hljómar það?
Bara vel er það ekki?
Svo Margt Fallegt er líka á
facebook. og instagram
Við ætlum að skoða fleyri verkefni og svo ætla ég að birta innlit í bústaðinn í heild sinni.
Hvernig hljómar það?
Bara vel er það ekki?
Svo Margt Fallegt er líka á
facebook. og instagram
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Já endilega sýna okkur meira af þessu skemmtilega verkefni :) Gamla frúin kemur rosalega vel út í svörtu :)
ReplyDelete